Meðalhiti á Stórhöfða 1,3 stigi yfir meðallagi

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands var júnímánuður hlýr um landið vestanvert en fremur kaldur austanlands. Mjög þurrt var á landinu, sérstaklega þó norðvestanlands þar sem mánuðurinn var sá þurrasti sem vitað er um. Sérlega sólríkt var um landið sunnan-, vestan- og norðanvert. Meðalhiti í Reykjavík mældist 10,7 stig, 1,7 stigi ofan meðallags og er […]
Sanngjarnt að þeir sem skapa arðinn fái sinn skerf

Stjórn og trúnaðarráð Drífanda stéttarfélags óskar hluthöfum Vinnslustöðvarinnar innilega til hamingju með þá risaarðgreiðslu er samþykkt var á síðasta aðalfundi fyrirtækisins og vonar að þeir njóti hennar vel. Jafnframt minnir trúnaðarráðið hluthafa á að þessi arður varð til með striti og löngum vinnudögum verkafólks og sjómanna. Verkafólks sem vinnur á töxtum sem eru það lágir […]
�?tgáfutónleikar Dans á rósum á föstudag

Hljómsveitin Dans á rósum heldur útgáfutónleika í Höllinni næstkomandi föstudag en sveitin er þessa dagana að gefa út sína fyrstu plötu, sem heitir einfaldlega Dans á rósum. Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00 og verður ekkert til sparað og fjöldi tónlistarmanna sem munu aðstoða við flutninginn en frítt er inn á tónleikana. Þá mun hljómsveitin einnig koma […]
Gerðu vel í að ná í stig

Kvennalið ÍBV gerði vel í því að ná í stig gegn Stjörnunni í kvöld, eftir að hafa lent 0:2 undir í fyrri hálfleik. Leikur Eyjaliðsins var hreint út sagt hræðilegur í fyrri hálfleik og ljóst að ÍBV saknaði þeirra Vesna Smijlkovic og Elínborgar Jónsdóttur mikið, en báðar tóku þær út leikbann í kvöld. Síðari hálfleikur […]
Hleypur fyrir pabba sinn

Bjarný Þorvarðardóttir, dóttir Þorvarðar Þorvaldssonar og Guðrúnar Ragnarsdóttur, hefur ákveðið að hlaupa fyrir pabba sinn í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Þorvarður, eða Varði eins og pabbi hennar er alltaf kallaður, féll niður úr stiga og slasaðist mjög alvarlega á síðasta ári, er lamaður fyrir neðan háls en hefur síðan þá verið í endurhæfingu á Grensás. (meira…)
�?rír játa umfangsmikið smygl

Þrír karlar voru handteknir á sunnudag í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu smygli. Lagt var hald á áfengi, tóbak og mikið magn af töflum, en talið er að um steratöflur sé að ræða. Töflurnar eru um 10 þúsund talsins. Lögreglan tók einnig í sína vörslu 200 ambúlur og verulagt magn af […]
Bæjarstjórinn í Eyjum segir Samfylkinguna rúna trausti

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir sennilega vænlegt fyrir þingmenn Samfylkingarinnar að hugsa sinn gang vel áður en þeir bjóða sig fram í Suðurkjördæmi. Róbert Marshall, þingmaður flokksins í kjördæminu, ætlar að bjóða sig fram í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. (meira…)
�??Við verðum bara að standa í skilum�??

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir að skuldsetning eignarhaldsfélagsins Seilar ehf., sem á 25 prósenta hlut í Vinnslustöðinni, sé það mikil að félagið þurfi að fá arð frá útgerðarfélaginu til að geta staðið í skilum. (meira…)
Í nógu að snúast hjá lögreglunni í vikunni

Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðustu viku enda mikill fjöldi fólks í bænum. Aðstoða þurfti fólk vegna ölvunarástands og nokkrar kvartanir bárust lögreglu vegna ónæðis frá ölvuðu fólki. Enginn þurfti þó að gista fangageymslu vegna ölvunarástands. Einn aðili var kærður fyrr brot á lögreglusamþykkt þar sem hann var að losa þvag […]
�?ska eftir sölubörnum

Goslokanefnd óskar eftir sölubörnum til að selja merki Goslokahátíðarinnar. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við stjórnendur goslokahátiðar í ráðhúsinu en góð sölulaun eru í boði. Merkin eru annars til sölu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Eymundsson. (meira…)