Breytingar á umferðarskipulagi yfir Þjóðhátíð

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 4. ágúst nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 7. ágúst nk.: – Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og framúrakstur bannaður. – Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og […]

Þrír fulltrúar ÍBV á HM í dag

U-19 ára landslið karla hefur leik á HM í Króatíu í dag. ÍBV á þrjá frábæra fulltrúa í hópnum en það eru þeir Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. „Við erum afar stolt af okkar flottu fulltrúum og óskum þeim góðs gengis á mótinu!” segir í færslu á síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Fyrsti […]

Allur akstur inn fyrir hlið bannaður

Í ár verður sú breyting á að allur akstur inn fyrir hlið í Herjólfsdal er bannaður. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við lögreglu. Aukist hefur til muna síðustu ár að fólk keyri inn í dal og leggi bílum þar. Það er mikið öryggisatriði að viðbragðsaðilar hafi svigrúm til að athafna sig inn á svæðinu, […]

Vestmannaeyjastrengur 3 kominn í rekstur

“Þau ánægulegu tíðindi bárust áðan frá stjórnstöð að Vestmannaeyjastrengur 3 (VM3) sé kominn í rekstur,” þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Margir hafa komið að verkefninu með einum eða öðrum hætti síðan upp kom bilun í strengnum í lok janúar við að koma strengnum í lag aftur. Viðgerðaskipið Henry P Lading hefur verið í […]

Bauð dagdvölinni í skemmtiferð

Í gær bauð Alfreð Alfreðsson, hjá Óðni Travel, fólkinu í Dagdvölinni Bjarginu í rútuferð um eyjuna þar sem meðal annars voru skoðaðar breytingarnar á nýja hrauninu og kíkt í Dalinn sem er kominn í þjóðhátíðarbúning. Logn var á Stórhöfða, lundi í bjarginu og skemmtiferðaskip víða. „Stjáni á Emmunni stóð sig meistara vel sem leiðsögumaður. Takk […]

Hvítu tjöldin – næstu dagar

Það er að ýmsu að huga fyrir þá sem ætla að vera með hvítt hústjald í Herjólfsdal. Hér að neðan má finna allar helstu upplýsingar. Miðvikudagur 02. ágúst 2023 Hvítatjaldasúlur fara upp á eftirfarandi tímum: ATH þeir sem ekki mæta á réttum tíma færast aftast í götur. 17:00 Reimslóð, Þórsgata, Týsgata og Efri byggð 17:45 […]

Lokaútgáfa af Þjóðhátíðardagskrá 2023

Þjóðhátíðar vikan er gengin í garð og undirbúningur fyrir hátíðina á fullu. Fjölbreytt og glæsileg dagskrá Þjóðhátíðar er þó klár og má sjá hana hér fyrir neðan og á dalurinn.is   (meira…)

Hætta skapaðist á gróðureldi

Litlu mátti muna í gær að gróðureldur britist úr í trjálundi ofan við Skansinn þegar það sem í upphafi átti að vera lítill sykurpúðavarðeldur byrjaði að fara úr böndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vsetmannaeyja. Þarna er lítið eldstæði sem búið var að bæta helst til of miklu timbri á með þeim afleiðingum […]

Kvaddur með knúsi 2018, kominn á ný í hópinn 2023

Gunnar Páll Hálfdánsson er við svo margar fjalir felldur að úr vöndu er að ráða hvar á að byrja og hvar að enda frásögn af högum hans í lífinu og tilverunni. Tilefni samtals við hann var kynning á sölu- og verkefnastjóra Leo Seafood ehf. en kappinn hafði í svo miklu að snúast að einhverjar vikur […]

Ótrúlega góð þjónusta sem boðið er upp á

Í 17 ár hefur Margrét Rós Ingólfsdóttir staðið vaktina í áfallateymi og sálgæslu á Þjóðhátíð. Teymið er staðsett í sjúkraskýlinu ásamt lækni, hjúkrunarfræðingum og sjúkraflutningamönnum. Hvað fer fram í skýlinu? „Í skýlið koma þeir sem þurfa aðhlynningu annað hvort okkar eða heilbrigðisstarfsmanna. Snúnir ökklar, skurðir og ýmislegt annað alvarlegra kemur inn á borð læknis og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.