Þann 20. febrúar 2023 hófst uppbyggingin í Viðlagafjöru. Það má í raun segja að sá dagur sé táknrænn fyrir uppbyggingarstarf fyrirtækisins. Í þessari viku má svo segja að fyrirtækið hafi byrjað að skrifa 2. kafla. Hrognin mæta á eyjuna og formleg eldisstarfsemi fer í gang. En hvernig virkar svo laxeldi á landi? Hér er byrjendagrein um laxeldi á landi, skrifuð af byrjanda.
Það fyrsta sem ég lærði er að allt laxeldi byrjar á landi. Þegar hrognin hafa þroskast og stækkað og þau orðin að laxi fara þau annað hvort í sjókvíar eða áframhaldandi vöxt í kerjum á landi. Laxeldi á landi er nefnilega aðferð til að rækta lax í stýrðu umhverfi fjarri sjónum. Þessi nálgun er spennandi kostur vegna möguleika hennar til að takast á við krefjandi umhverfis- og sjálfbærni áskoranir sem tengjast hefðbundnu laxeldi. Í Friðarhöfn er verið að byggja seiðastöð sem verður með fremstu tækni sem völ er á og leggur grunn að nýjum iðnaði fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum.
Í Viðlagafjöru verður svo matfiskaeldistöðin. En þangað verða seiðin svo flutt frá seiðastöðinni þegar þau hafa náð ákveðnum þroska. Þessar byggingar eru hannaðar til að endurtaka náttúrulegar aðstæður fyrir laxinn svo hann dafni sem best. Helst er verið að passa upp á hitastig, vatnsgæði og ljós. Vatnið er hreinsað af úrgangi, loftað og súrefnisbætt til að tryggja bestu skilyrði. Í seiðastöðinni er ferskvatn notað en í Viðlagafjöru verður sjór notaður úr borholum sem gerir það að verkum að hann er síaður á náttúrulegan máta og tryggir bestu mögulegar aðstæður fyrir fiskinn. Sjórinn úr borholunum hefur ekkert verið í snertingu við dýr og það hjálpar til við að draga úr hættu á sjúkdómum eða sníkjudýrum sem hafa oft áhrif á laxeldi. Það er því ekki þörf á lyfjum í eldinu. Þetta er einmitt einn af stærstu kostum við Laxeldi á landi. Laxinn fær svo sérstaka fóðurblöndu til að tryggja að þeir fái réttu næringarefnin til að vaxa. Þegar laxinn er tilbúinn til uppskeru er hann tekinn úr kerjunum, unninn og sendur á markað. Vestmannaeyjar eru á frábærum stað til útflutnings sökum landlegu, markaðirnir í Evrópu eru mjög vel aðgengilegir með gámaskipunum sem koma til Eyja vikulega en Bandaríkjamarkaður er svo einnig valkostur með því að keyra laxinum í skipin sem fara frá Reykjavík.
Laxeldi við landið er sjálfbær kostur vegna þess að það lágmarkar áhrif á vistkerfi sjávar. Með því að útiloka slysasleppingar er ekki verið að stofna villta laxastofninum í hættu. Þetta gerir okkur einnig kleift að endurvinna og endurnýta vatn og ráðstafa úrgangi stöðvarinnar í uppgræðslu eða aðra verðmætasköpun eftir fremsta megni. Laxeldi á landi býður uppá marga kosti en það getur þó verið kostnaðarsamara í uppsetningu og viðhaldi, miðað við hefðbundið eldi á sjó. Þetta krefst líka stuðnings frá stjórnvöldum í að tryggja áreiðanlega orkugjafa og ferskvatn. Ísland framleiðir rafmagn á mjög vistvænan máta og því er laxeldi á landi tilvalið á Íslandi. Hið margrómaða íslenska vatn er eins hreint og hægt er að hafa það en það er ekki stærsta málið. Fremur hversu stöðugt það berst til byggðar. Það er því nauðsynlegt fyrir öryggi Eyjamanna að vatnslagnir verðir styrktar með tveimur vatnslögnum frá landi.
Það er stór stund í sögu þessa unga og metnaðarfulla fyrirtækis. Uppvaxtarárin eru að hefjast. Starfsmenn og eigendur horfa með bjartsýnisaugum inn í framtíðina tilbúnir að halda áfram að uppvextinum og bæta í stoðir samfélagsins. Laxey þakkar Eyjamönnum fyrir móttökurnar og stuðninginn og hlakkar til framtíðarinnar.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst