Viðræður um smíði Vestmannaeyjaferju mjakast hægt

„Þetta mjakast hægt og bítandi. En við erum dálítið að vinna þetta umboðslaus á meðan ekkert kemur frá ríkinu. Þetta mál stendur og fellur með samningi við ríkið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. (meira…)

Fyrsta skrofan á árinu sást við Eyjar

Fyrsta skrofan sást við Vestmannaeyjar í gær, heldur fyrr en í fyrra. Eins og fram er komið og nú rækilega staðfest, er lóan komin á Hvalfjarðarströnd, en fyrstu fregnir af lóunni voru byggðar á þeim misskilningi að starri mun hafa verið að herma eftir lóu, eins og hann hermir eftir fleiri fuglum og jafnvel farsímum. […]

Olsen kominn með leikheimild

Danski sóknarmaðurinn Christian Olsen er kominn með leikheimild og getur því leikið með ÍBV frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram á Mbl.is en í gær staðfesti Hannes Gústafsson, varaformaður knattspyrnuráðs að ekki væri búið að semja við leikmanninn. Hins vegar væri búið að komast að munnlegu samkomulagi en Hannes sagði að enn væri verið […]

Senda fjölskyldu og vinum samúðarkveðjur

Krabbameinsfélag Íslands sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Jóns Björns Marteinssonar sem lést 14. mars, aðeins 28 ára. Jón Björn greindist með krabbamein fyrir sex árum og barðist hetjulega við sjúkdóminn. (meira…)

�?rír buðu í rekstur Vestmannaeyjaferju

Eimskip, Samskip og Sæferðir buðu í rekstur Vestmannaeyjaferju 2012-2014. Átti að opna tilboðin í dag en í ljós kom villa í töflu í tilboðslýsingunni og var því opnun tilboðanna frestað um viku. Vegagerðin óskaði eftir tilboðun í rekstur á ferjuleiðinni Vestmannaeyjar-Landeyjahöfn annars vegar og Vestmannaeyjar-Þorlákshöfn hins vegar, til að annast fólks-, bifreiða- og farmflutninga með […]

Herrakvöld handboltans á föstudag

Næstkomandi föstudag verður hið árlega Herrakvöld hanknattleiksdeildar ÍBV haldið í Akóges. Eins og alltaf verður fjörið allsráðandi og boðið upp á glæsilegt sjávarréttar- og kjöthlaðborð að hætti Einsa Kalda. Auk þess verða stórskemmtileg skemmtiatriði, m.a. ræðumenn á heimsmælikvarða og fastir liðir eins og venjulega. (meira…)

Íhuga að flytja sorp til Svíþjóðar

Framtíð sorpbrennslu í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri er í uppnámi, eftir ákvörðun yfirvalda að afnema undanþágur um mengunarmælingar þar. Bæjaryfirvöld í Eyjum íhuga alvarlega að flytja sorp til Svíþjóðar. (meira…)

Danski framherjinn innan seilingar

Danski framherjinn Christian Olsen hefur í nokkurn tíma verið orðaður við knattspyrnulið ÍBV. Hins vegar er ekki búið að skrifa undir neinn samning en Hannes Gústafsson í knattspyrnuráði sagði í samtali við Eyjafréttir.is að til standi að semja við hann við fyrsta tækifæri. „Við erum bara að safna fyrir honum. Við höfum gert munnlegt samkomulag […]

Björgvin �?ór til Noregs að þjálfa

Eyjamaðurinn Björgvin Þór Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari norska handknattleiksliðsins Öster/Volda næsta vetur. Björgvin mun þjálfa karlalið félagsins næstu tvö árin en Björgvin kíkti á aðstæður um helgina og handsalaði um leið samningi við félagið. Björgvin gerði reyndar gott betur því hann stýrði liðinu í leik um helgina sem vannst 28:19. Félagið teflir fram liði […]

Sigurður Bragason með 1000 mörk fyrir ÍBV

Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV skoraði þúsundasta markið sitt fyrir félagið þegar ÍBV lagði Víking að velli í 1. deildinni um helgina. Þúsundasta markið var jafnframt fimmta mark hans í leiknum en alls skoraði hann sex mörk í leiknum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.