Lögbannskröfu gegn Vinnslustöðinni vísað frá í Hæstarétti

Samkvæmt tilkynningu frá Vinnslustöðinni hefur Hæstiréttur vísað frá kröfu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hluthafa í Vinnslustöðinni, um lögbann á samruna VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. Hæstiréttur dæmdi sækjendur í málinu, þ.e. Stillu útgerð ehf., KG fiskverkun ehf. og Guðmund Kristjánsson, til að greiða Vinnslustöðinni 200.000 krónur í málskostnað og greiða Elínborgu Jónsdóttur og Eyjólfi Guðjónssyni samtals […]

Skemmtilegir og skapandi dagar í FÍV

Það var mikið líf og fjör á Skapandi dögum Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum á dögunum. Í Skapandi dögum leggja nemendur og kennarar skólabækurnar til hliðar og vinna að öðrum hugðarefnum, s.s. matargerð, ljósmyndun, myndlist og tónlist. Skapandi dögum lauk svo með árshátíð skólans í Höllinni þar sem nemendur og kennarar sameinuðust í sínu fínasta pússi og […]

Ber loðnuáburð á tún

Fjárbóndi í Vestmannaeyjum á von á því að lambakjötið verði saltara en áður við slátrun í haust. Hann gerir tilraunir með áburðarblöndu úr sjó og úrgangi frá loðnuvinnslu. Haukur Guðjónsson, fjárbóndi og vörubílstjóri í Eyjum, segist hafa fengið hugmyndina eftir umfjöllun í Landanum þar sem fjallað var um að sjór væri notaður sem áburður á […]

Eyjamenn tapa enn

Karlaliði tókst ekki að innbyrða sigur gegn Selfyssingum í kvöld þegar liðin áttust við í Eyjum. Lokatölur urðu 21:23 en Eyjamenn misnotuðu m.a. víti og dauðafæri í stöðunni 21:22. Með sigrinum jafnaði Selfoss ÍBV að stigum en liðin eru bæði með 16 stig og hafa unnið sitthvora tvo leikina. ÍBV er hins vegar með betri […]

Borgarslagur í beinni í Hallarlundi

Bardaginn um Bítlaborgina Liverpool verður í kvöld í beinni útsendingu í Hallarlundi. Klukkan 20:00 hefst nefnilega leikur Liverpool og Everton á Anfield, heimavelli fyrrnefnda liðsins en leikir liðanna hafa ávallt verið fjörugir þar sem bæði lið koma frá Liverpoolborg. Þá verður slagurinn um Manchester einnig í beinni í Hallarlundi næstkomandi fimmtudag. Fullkomið kvöld er því […]

Taka á móti Selfyssingum í dag

Karlalið ÍBV tekur á móti Selfyssingum í dag, þriðjudag í 1. deildinni en leikurinn fer fram í Eyjum og hefst klukkan 18:00. Síðast þegar þessi lið mættust í Eyjum varð allt vitlaust, Selfyssingar sendu myndband á fréttastofu Stöðvar 2 þar sem Davíð Þór Óskarsson virtist kýla leikmann Selfyssinga. Fram að þeim leik voru Eyjamenn ósigraðir […]

Fallegt minningarmyndband um Steingrím

Knattspyrnumaðurinn Steingrímur Jóhannesson úr Vestmannaeyjum var jarðsunginn í dag og fór útförin fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Steingrímur var aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 1. mars en hann hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Steingríms var minnst í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þetta myndband […]

Svekkjandi tap gegn Fram

Leikmenn ÍBV voru að vonum svekktir eftir tveggja marka tap gegn Fram í Eyjum í kvöld. Leikurinn var lengst af í járnum en í fyrri hálfleik voru það heimastúlkur sem voru skrefi á undan og voru t.d. tveimur mörkum yfir þegar skammt var til leikhlés. En efsta lið deildarinnar sýndi styrk sinn, jafnaði metin og […]

Taka á móti efsta liðinu í dag

Kvennalið ÍBV í handbolta tekur á móti efsta liði N1 deildarinnar, Fram í kvöld í Eyjum en leikur liðanna hefst klukkan 18:00. Framliðið hefur verið á mikilli siglingu í vetur en liðið er í harðri baráttu við Val um efsta sætið. ÍBV er hins vegar í þriðja sæti með 16 stig, átta stigum á eftir […]

Braust inn og átti vantalað við húsráðanda sem var ekki heima

Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarins, enda fór skemmtanahald helgarinnar ágætlega fram. Þó var kvartað yfir hávaða í nokkrum tilvikum, bæði vegna vegna gleðskapa í heimahúsum sem og frá skemmtistöðum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.