Herjólfur fer seinni ferð dagsins

Herjólfur mun sigla síðari ferð dagsins samkvæmt tilkynningu frá rekstraraðila skipsins, Eimskip. Skipið sigldi ekki fyrri ferð dagsins vegna óveðurs og ölduhæðar. Farþegar mega búast við töluverðum veltingi en mæta 30 mínútum fyrir brottför. (meira…)
Tveir fyndnustu menn landsins á leið til Eyja

Tveir fyndnustu menn landsins eru á leið til Eyja í dag, þeir Pétur Jóhann og Þorsteinn Guðmundsson. Þeir félagar ætla að kitla hláturtaugar Eyjamanna í Höllinni í kvöld ásamt gaur á trommu. Fyrir þremur árum var fullt út úr dyrum í Höllinni þegar þeir kíktu við og var liðið borið út á börum sökum krampa […]
Ánægð með að endurskoða eigi reglur um daggæslumál

Á fundi Fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar var tekið fyrir bréf frá foreldrum barna í Vestmannaeyjum en Anna Rós Hallgrímsdóttir skrifaði fyrir hönd foreldrana. Í löngu og ítarlegu svari um ágæti daggæslumála í Eyjum, segir svo að ráðið leggi það til að umræddar reglur fari í endurskoðun haustið 2012. Anna Rós segist ánægð með að endurskoða eigi reglur […]
Sami fjöldi ferða fallið niður

Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar það sem af er árinu og að sögn Gunnlaugs Grettissonar, rekstarstjóra Herjólfs, hafa 11 ferðir verðið felldar niður á þessu ári. Margir hafa undrað sig á hve oft ferðir hafa verið felldar niður á þessu ári en Herjólfur sigldi ekki á miðvikudag, enda vitlaust veður og haugasjór. Samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs […]
Umhverfisstofnun og Surtseyjarstofa kynnt á morgun

Umhverfisstofnun og Þekkingarsetur Vestmannaeyja verða með hádegisfyrirlestur á morgun föstudaginn 9. mars á Byggðasafni Vestamannaeyja. Fyrirlesturinn hefst með súpu kl 12:00 og eru allir velkomnir. Um er að ræða kynningu á starfsemi Umhverfisstofnunar í Vestmannaeyjum og Surtseyjarstofu. (meira…)
Staðfest brottför Herjólfs í seinni ferð

Staðfest brottför Herjólfs frá Eyjum kl. 15:30 og 19:15 frá Þorlákshöfn. Farþegar mæti sem fyrr 30 mínútum fyrir brottför. Ákvörðun um siglingar Herjólfs á morgun föstudag verður gefin út þegar nær líður en samkvæmt ölduspá (sjá hér að neðan) er útlitið þvi miður ekki gott. (meira…)
Nóg framundan í Höllinni

Það er nóg framundan í Höllinni en í kvöld rúllar boltinn eins og alltaf þegar mikið er um að vera. Í kvöld verður sannkallað Manchesterkvöld því klukkan 17:50 verður á risaskjá í Hallarlundi leikur Sporting Lisbon og Manchester City og 19:50 er svo komið að leik Athletico Bilbao og Manchester United. Á hliðarskjá verður svo […]
Loðnuveiðar ganga vel þrátt fyrir brælur

Í gær, miðvikudag, höfðu Ísfélag og Vinnslustöð tekið á móti um 150 þúsund tonnum. Þar af hafði Ísfélagið landað tæpum 80.000 tonnum á Þórshöfn. Huginn VE átti um 6000 tonna kvóta og hefur líka veitt fyrir Granda. Er hann langt kominn með kvótann. (meira…)
Seinni ferð Herjólfs fellur niður vegna öldhæðar og sjólags

Seinni ferð Herjólfs miðvikudaginn 7. mars fellur niður vegna ölduhæðar og sjólags. Ákvörðun um siglingar Herjólfs fimmtudag verða gefnar út þegar nær líður en skv. öldspá er útlitið því miður ekki gott eins og áður hefur komið fram. (meira…)
Sjómannslíf er ekkert grín

Í nótt og í morgun hefur verið algjör bræla á miðunum, sérstaklega sunnan við land þar sem ölduhæð hefur mælst yfir tíu metra á Surtseyjarduflinu. Loðnuvertíð er hins vegar í fullum gangi og hvergi slegið af við að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Það þýðir að loðnuskipin sigla þótt veðrið sé slæmt. Þessar mögnuðu myndir tók […]