Ivana í leikbann og missir af stórleik

Línumaðurinn sterki, Ivana Mladenovic var í gær úrskurðuð í leikbann af aganefnd HSÍ. Ivana fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik FH og ÍBV lauk um síðustu helgi en um var að ræða rautt spjald með skýrslu, sem þýðir eins leiks bann. Rauða spjaldið fékk Ivana fyrir að klappa fyrir öðrum dómara leiksins og […]

Ákvörðun með seinni ferð Herjólfs verður gefin út kl. 13:30

Von er á nýrri ölduspá í hádeginu og í kjölfarið munum við gefa út ákvörðun um siglingu seinni ferðar í dag. Ölduspá fyrir næstu tvo daga en enn óhagstæða og mun ákörðun um siglingar verða gefin út um leið og nánari upplýsingar liggja fyrir. (meira…)

9 milljón króna vinningur hjá KFS

Sex aðilar sem tippa hjá Hjalta Kristjánssyni, getraunastjóra og þjálfara KFS duttu heldur betur í lukkupottinn um helgina. Seðill sem þeir sameinuðust um reyndist vera með 13 rétta en aðeins tveir seðlar á landinu náðu því. Vinningurinn var tæpar 9 milljónir en það var Hjalti sjálfur sem tippaði fyrir hópinn. (meira…)

Elísa aftur í byrjunarliðinu

Elísa Viðarsdóttir, leikmaður ÍBV nýtti tækifærið vel þegar hún var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins en Elísa átti mjög góðan leik í miðverðinum þar sem hún lék við hlið landsliðsfyrirliðans, Katrínar Jónsdóttur. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari hefur ákveðið að Elísa byrji aftur gegn Dönum í dag klukkan 11 í leik um 5. sætið […]

Fyrri ferð Herjólfs miðvikudag fellur niður vegna öldspár

Fyrri ferð Herjólfs miðvikudaginn 7. mars fellur niður vegna mjög óhagstæðar ölduspár sem gerir ráð fyrir allt að 9,9 metra ölduhæð og er það í samræmi við áður útgefna viðvörun. Ákvörðun um seinni ferð Herjólfs miðvikudag verður gefin út kl 12 á morgun en samkvæmt öldspá er útlitið því miður ekki gott. Það sama á […]

Viðvörun vegna siglinga miðvikudag til föstudags

Vegna mjög óhagstæðrar ölduspár dagana 7. til 9. mars sendum við út viðvörun. Samkvæmt ölduspá Siglingastofnunar er gert er ráð fyrir rúmlega 9 metra ölduhæð þennan tíma. Ef til þess kemur að fella þurfi niður ferðir, eina eða fleiri, verður tilkynning send til farþega, á neðangreinda staði og á fjölmiðla um leið á ákvörðun liggur […]

Undarlegt jarðsig sunnan við Helgafell

Við veginn sunnan Helgafells, rétt við innkeyrslu að landi Dallasbænda, hefur orðið einkennilegt jarðsig. Þar hefur myndast gat í jörðina, tæpur metri í þvermál og um tveggja metra djúpt en þrengra gat lengra niður þar fyrir neðan. Guðmundur ÞB Ólafsson, forstöðumaður Þjónustuhúss Vestmannaeyjabæjar segir að fyllt verði upp í gatið á morgun. (meira…)

Ljóskastarar Landakirkju skemmdir

Rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku og frekar fámennt á skemmtistöðum bæjarins enda mikil vinna í í Eyjum til sjós og lands. Eitthvað þurfti þó lögreglan að aðstoða fólk vegna ölvunarástands. Einn aðili þurfti aðstoða við að komast undir læknishendur þar sem sauma varð hann en hann hafði dottið og skorið sig […]

Ester valin í landsliðið

Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV hefur verið valin í 19 manna leikmannahóp íslenska landsliðsins í handbolta. Liðið leikur heima og heiman gegn Sviss í undankeppni EM en leikirnir fara fram 22. og 25. mars. Síðari leikurinn verður leikinn í Vodafonehöllinni í Reykjavík. Ester hefur leikið mjög vel með ÍBV í vetur og kemur ekki á óvart […]

Björn Ásgeir sigurvegari í Eldvarnagetrauninni

Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna efndi til árlegs Eldvarnaátaks í nóvember 2011. Öll átta ára börn hér í Eyjum komu á slökkvistöðina og voru frædd um eldvarnir og öryggismál og þeim síðan gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2011. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.