Auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum

Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu samning um tannréttingar í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur hefur verið gerður um þjónustu tannréttingasérfræðinga. Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samningurinn felur í sér mikilvæg tímamót og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Samningurinn […]

Þörf á fjölgun leikskólarýma

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sl. miðvikudag tók ráðið fyrir erindi frá fræðsluráði Vestmannaeyja um eftirspurn eftir leikskólarými. Fræðsluráð telur þörf á fjölgun leikskólarýma til að mæta vaxandi eftirspurn skv. íbúaþróun. Miðað við forsendur að fjölgun barna verði um 60 börn á ári mun vanta um 20 rými á næsta ári og annað eins ári seinna. […]

Fasteignamat hækkar um 17,6%

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2024 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 17,6% milli áranna 2023 og 2024. Íbúðarhúsnæði hækkar um 22,2%. Þar af hækkar sérbýli um 23,0% og fjölbýli um 19,6%. Atvinnuhúsnæði hækkar um 2,4% milli ára. Líkt og annars staðar á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár […]

Framleiða hágæða vörur úr rækjuskel

Primex ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki á Siglufirði og nú dótturfélag Ísfélagsins. Það hóf framleiðslu árið 1999 með það að markmiði að nýta þá rækjuskel sem til féll hjá rækjuverksmiðjum landsins og áður hafði verið hent í sjóinn. Kítósan eru græðandi lífvirkar trefjar í vörum Primex sem unnar eru úr fjölsykrunni kítín sem má finna í […]

Ástand makríls svipað og á síðasta ári

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 21. júlí. Í þessum 19 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 43 togstöðvar og sigldar um 3250 sjómílur eða 6 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunnar. […]

Jóna Björgvinsdóttir verður rekstrarstjóri HSU í Vestmannaeyjum

Jóna Björgvinsdóttir, skrifstofustjóri HSU í Vestmannaeyjum mun frá 1. september n.k. sinna starfi skrifstofu- og rekstrarstjóra HSU í Vestamannaeyjum og heyra beint undir forstjóra stofnunarinnar þetta kemur fram á heimasíðu HSU. Jóna hefur starfað hjá stofnuninni samfleytt frá árinu 2001 fyrst á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og svo Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá sameiningu þessara stofnana. Jóna er viðurkenndur […]

176 manns á Barbie um helgina

Stórmyndirnar tvær Barbie og Oppenheimer voru frumsýndar hér á landi fyrir helgi. Kvikmyndaparið þénaði 35,7 milljónir króna hérlendis á þremur dögum en alls nam miðasala tæpum 43 milljónum króna sl. helgi sem gerir hana að tekjuhæstu kvikmyndahelgi sögunnar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndariðnaði. Það hefur […]

ZO-ON opnar í Vöruhúsinu

Mikið líf hefur færst í húsnæðið að Skólavegi 1 en íslenska útivistarfatamerkið ZO-ON opnar pop-up verslun þar til húsa í hádeginu á morgun. Verslunin verður opin út sunnudaginn 6. ágúst og boðið verður upp á allt að 70% afslátt. „Við höfum verið að prófa okkur svona áfram á hinum ýmsu stöðum á landinu, til dæmis […]

GV keppir í Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 27.-29. júlí 2023. Karlasveit GV keppir nú í 1. deild. Fyrsta umferð hófst nú í morgun þar sem leikið er gegn GR. 2. umferð fer svo fram um 15:00 í dag gegn GM. Í þessari frétt er að finna upplýsingar um rástíma, […]

Óska eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum varðandi umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi flokkum Snyrtilegasta eignin  Snyrtilegasti garðurinn Snyrtilegasta fyrirtækið Endurbætur til fyrirmyndar Framtak á sviði umhverfismála Tillögur sendist fyrir 8. ágúst 2023 á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.