Halda áfram með Út í sumarið

Ákveðið var að halda áfram með verkefnið Út í sumarið, þrátt fyrir að ekki hafi verið veittur styrkur í verkefnið frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eins og undanfarin ár. Verkefnið er því aðeins minna í sniðum en áður hefur verið en markmiðið það sama að efla félagsstarf eldri borgara og minnka einangrun og einmannaleika. Það sem […]

Stefnt á að taka strenginn í notkun eftir viku

Viðgerðir á Vestmannaeyjastreng 3 hafa dregist á langinn bæði vegna vonskuveðurs sem og bilana um borð í viðgerðarprammanum Henry P Lading. Þörf er á góðum og nægilega löngum veðurglugga til að öruggt sé að hefja aðgerðina við að tengja saman strengina. Viðgerðaskipið bíður því átekta og er vel fylgst með veðurspám. „Eins og staðan er […]

Frekari liðsstyrkur frá Írlandi

Kvennalið ÍBV hefur fengið við sig til liðs írsku knattspyrnukonuna Chloe Hennigan. Chloe er 22 ára gömul og kemur til Eyja frá írska félaginu Treaty United. Hún kom til Treaty í byrjun árs frá öðru írsku úrvalsdeildarliði, Athlone Town. Áður var hún í ungliðaliði enska félagsins Tottenham Hotspur, segir í frétt á mbl.is. ÍBV er […]

Eitt af fjórum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins

Þann 14. júní samþykktu hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. sameiningu við Ramma hf. og breytingu á nafni félagsins í Ísfélag hf. Nú er rekstur félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, í Þorlákshöfn og á Siglufirði. „Nýja nafnið er stutt og laggott en við munum þó auðvitað tala um Ísfélagið hér eftir sem […]

Erika Ýr gengin til liðs við ÍBV

Eyjamærin Erika Ýr Ómarsdóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV, er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. Erika leggur stund á grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands og vinnur sem flugfreyja hjá Play í sumar. „Eriku þekkja flestir og erum við mjög ánægð með að hún hafi ákveðið að taka slaginn á næsta tímabili með okkur” segir […]

Nánast eingöngu karfi hjá Bergi

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði nánast fullfermi í Eyjum sl. sunnudag. Rætt var við Jón Valgeirsson skipstjóra og þá fyrst spurt út í samsetningu aflans á vef Síldarvinnslunnar. „Nú var það karfi, nánast ekkert nema karfi. Við byrjuðum á að veiða djúpkarfa í Grindavíkurdýpinu og síðan var haldið í Skerjadýpið þar sem fékkst grunnkarfi. Þar stoppuðum við stutt. […]

Meira afrek en að fara holu í höggi

Eyjapeyinn Jón Valgarð Gústafsson skellti sér í Albatrosklúbbinn um helgina þegar hann náði draumahögginu á 18. holu í Vestmannaeyjum. Hann notaði 5-járnið í höggið sem var af 180 metrum. Hann hefur aldrei farið holu í höggi og telur Albatros jafnvel vera merkilegra afrek. Jón lýsti högginu í samtali við vefinn kylfingur.is. „Þegar ég sló boltann […]

Gísli Sigurðsson sýnir á Café Milano í Skeifunni

Gísli Sigurðsson, sem fæddur er í Vestmannaeyjum árið 1931, hefur teiknað frá því hann man eftir sér og hélt sína fyrstu sýningu í gamla safnaðarhúsinu á Selfossi í kringum árið 1960. Hann kenndi við Gagnfræðiskóla Selfoss í 20 ár, FSu í 20 ár og ritstýrði Þjóðólfi í 20 ár. Frá þessu er greint á DFS.is, […]

Breki Óðinsson framlengir

Hinn tvítugi Eyjamaður, Breki Óðinsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍBV er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. „Breki er sterkur hornamaður, fílhraustur og með risastórt ÍBV-hjarta og við erum einstaklega ánægð með að hann hafi framlengt samning sinn við Bandalagið!” segir í færslu á Facebook-síðu deildarinnar. (meira…)

Sjómannadagur í skugga eldgossins

Hátíðarhöld í Vestmannaeyjum á sjómannadag 3. júní 1973 voru látlaus enda eldgosið enn í gangi og allt á kafi í vikri. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, sem þá var gjaldkeri Sjómannadagsráðs, segir að Jóhannes Kristinsson formaður ráðsins hafi verið mjög ákveðinn í að athöfnin við minnisvarðann um hrapaða og drukknaða félli ekki niður. Tvær leiguflugvélar flugu með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.