Herjólfur fer í slipp um miðja þessa viku en í síðustu viku kom í ljós bilun í annarri skrúfu skipsins. Þetta kemur fram á mbl.is og einnig er sagt að gamli Herjólfur sigli á meðan sá nýi er í slipp. Ekki er þó komin nákvæm dagsetning á slippinn.
Siglt á há- háflóði
„Núna er blíðskaparveður þannig skipið er að sigla til Landeyjarhafnar á annarri skrúfunni en siglir hins vegar bara tvær ferðir á dag vegna bilunar,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, við mbl.is og bætir því við að dýptarmæling hafi verið gerð í gær í Landeyjarhöfn sem leiddi í ljós að dýpið var ekki nógu mikið til að hægt var að sigla allan daginn.
„Skipið þarf því að sigla á háflóði, eiginlega há-háflóði, inn í Landeyjarhöfn vegna ónægs dýpis.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst