Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði í vikunni sem leið á meðal þess sem var til umræðu voru leikvellir. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu umbóta og uppbyggingu á leikvöllum á fyrirfram gefnum svæðum sem skilgreind eru sem leikvellir, opin svæði og leikvellir við stofnanir. Unnið er eftir áætlun sem kynnt var í ráðinu 21. apríl 2020.
Fram kemur í niðurstöðu ráðsins að samkvæmt áætlun ársins stóð til að vinna með leikvelli við Áshamar og Hrauntún ásamt minniháttar lagfæringum á öðrum stöðum. Einnig var búið að kaupa leiktæki sem hentar yngri börnum sem til stóða að setja upp á Stakkó. Vegna álags við aðrar framkvæmdir í bænum tókst ekki að ljúka þessum verkefnum. Leitað verður eftir því að klára þessi verk á næsta ári sem og halda áfram þeirri umbóta- og uppbyggingarvinnu á leikvöllum sem liggur fyrir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst