Rifjaplötur hífðar í seiðastöð

Rifjaplötur voru hífðar í seiðastöð í síðustu viku. Plöturnar eru gólfið á þriðju hæð seiðastöðvarinnar og koma frá Einingarverksmiðjunni í Hafnarfirði. Þetta segir í færslu á fréttavef ILFS. Til verksins var fenginn stærsti krani landsins frá JÁ Verk og ÁB Lyftingum. Hver plata er 22 metrar að lengd og vegur 26 tonn. (meira…)
Enn bætast við hús á ljósleiðarakerfi Eyglóar

Íbúar eftirfarandi fjölbýlishúsa geta nú tengst á ljósleiðarakerfi Eyglóar: Foldahraun 37, 38, 39, 40, 41 Goðahraun 1 Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf. í […]
Forsölu á Þjóðhátíð lýkur í kvöld

Forsölu á Þjóðhátíð lýkur í kvöld fimmtudaginn 20. júlí. Miðasala fer fram á tix.is. Dagskrá Þjóðhátíðar má sjá hér: (meira…)
Skarfur og lyngfeti í Surtsey

Hópur vísindamanna hélt út í Surtsey á dögunum sem verður 60 ára í nóvember. Vísindaferðir út í eynna eru árlegar en allt frá goslokum hefur eyjan verið undir vökulu auga vísindamanna. Bæði jarðfræðingar og vistfræðingar gerðu sínar rannsóknir út í eynni. Surtsey var friðlýst árið 1965 og frá árinu 2008 hefur hún verið á heimsminjaskrá UNESCO. […]
Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur

Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu. Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin […]
Fjölmennasta Skötumessan til þessa

Skötumessan í Garði var haldin að kvöldi 19. júlí. Um 500 gestir sóttu viðburðinn og ilmur af kæstri skötu, saltfiski og plokkfiski með tilheyrandi meðlæti fyllti íþróttahús Gerðaskóla. Í hópi gesta mátti sjá fjölda brottfluttra Vestmannaeyinga. Eyjamaðurinn Ásmundur Friðriksson alþingismaður var veislustjóri en hann er helsti frumkvöðull hinnar árlegu Skötumessu á sumri. Boðið var upp […]
Nýr strengur flytur rafmagn í byrjun næstu viku

Fram kemur á Facebook-síðu Landsnets að viðgerðarskipið Henry P Lading var í Vestmannaeyjahöfn í gær að undirbúa sig fyrir síðasta fasann í viðgerðinni. Ef allt gengur eftir mun Vestmannaeyjastrengur 3 flytja rafmagn til Eyja í byrjun næstu viku. Klippt var á gamla strenginn um helgina og hann í kjölfarið mældur í bak og fyrir og […]
Opnað fyrir umsóknir á tjaldlóðum á föstudaginn

Opnað verður fyrir umsóknir lóða föstudaginn 21. júlí kl. 10:00. Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður en umsókn er fyllt út. […]
Píparar menn framtíðarinnar

Miðstöðin hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki en núverandi eigendur þess eru hjónin Marinó Sigursteinsson og Marý Ólöf Kolbeinsdóttir. Sigurvin Marinó Jónsson pípulagningameistari, afi Marinós sem nú rekur Miðstöðina, stofnaði fyrirtækið árið 1940 en rak það undir sínu nafni allt til 1950 þegar það fékk nafnið Miðstöðin. Marinó Sigursteinsson er þriðji ættliðurinn sem starfar við fyrirtækið […]
Bergur VE landaði fullfermi

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Eyjum í gær. Þetta var fyrsti túr skipsins að loknu eins mánaðar hléi frá veiðum. Aflinn var fyrst og fremst þorskur, ýsa og ufsi. Vefur Síldarvinnslunnar ræddi við Jón Valgeirsson, skipstjóra. „Við fórum austur á Papagrunn og þar gekk vel að fiska. Það var 18 tíma stím hvora leið. […]