Mikið var skorað í leik ÍBV og Fram í Olísdeildinni á heimavelli þeirra síðarnefndu í gærkvöldi. Leiknum lauk með góðum sigri ÍBV, 38:32 og eru Eyjamenn í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Elmar var markahæstur með níu mörk.
Á laugardaginn mættust liðin í sextán liða úrslitum bikarsins í Eyjum. Höfðu Eyjamenn betur og eru komnir í átta liða úrslitin.
Mynd Sigfús Gunnar:
Elmar skoraði flest mörk Eyjamanna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst