Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar í dag miðvikudag, 22.nóvember vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi þar segir enn fremur. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnarmeðlima í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu.”
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferðina 23.nóvember
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45
Hvað varðar siglingar seinnipart fimmtudags verður gefin út tilkynning kl. 15:00.