Spennusetja strenginn næstu helgi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. fimmtudag var haldið erindi um rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorku, varaafl og rafmagnsþörf. Eins og fram kemur í fundargerð þá greindi Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, frá stöðu viðgerða á rafmagnsstrengnum sem bilaði í janúarmánuði síðastliðnum. Skv. Landsneti eru erfiðar aðstæður á hafsbotni sem hafa gert það að verkum að viðgerðin hefur dregist. […]

Reykjavíkurflugvöllur áfram mikilvægur í sjúkraflugi

Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær fór fram umræða um eldgos á Reykjanesskaga. Var það fyrsta mál á dagskrá fundarins. Í lok þeirrar umræðu lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi bókun: Þriðja eldgosið á Reykjanesskaga á jafnmörgum árum sýnir að nýtt gostímabil er hafið á svæðinu, sem gæti staðið öldum saman. Jarðfræðingar benda á að það […]

Áframhaldandi heilsuefling 65 ára og eldri

Vestmannaeyjabær og Janus – Heilsuefling hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa”. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Verkefnið er búið að vera starfsrækt í Vestmannaeyjum í um fjögur ár með góðum og jákvæðum árangri. Markmið þess er að stuðla að bættri […]

Söguganga í fótspor Tyrkjaránsmanna

Sunnudaginn 16. júlí nk. kl. 13 stendur Sögusetrið 1627 fyrir Tyrkjaránsgöngu og afhjúpun nýs söguskiltis.  Í ár eru liðin 396 ár frá Tyrkjaráninu illræmda þegar ránsmenn frá Alsír í Norður- Afríku gengu á land í Vestmannaeyjum, drápu, særðu, rupluðu og tóku til fanga liðlega helming íbúa Vestmannaeyja. Ræningjarnir fluttu hátt á þriðja hundrað Eyjamenn til Alsír og […]

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Stjórn Landssambands strandveiðimanna skorar á matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um stöðvun strandveiða. Strandveiðimenn ætla að mótmæla í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti 6. júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til strandveiða eins og Landssamband smábátaeigenda fór fram á. Það þýðir að rúmlega sjö hundruð bátar hafa þurft […]

Bæjarstjórn í beinu streymi

. Stjórnsýsla. Vestmannaeyjabær. 2022

1597. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í fundarsal Ráðhúss, 13. júlí 2023 og hefst hann kl. 17:00 Hægt er að nálgast streymi af fundinum hér fyrir neðan: https://www.youtube.com/watch?v=TzB063yEjWc (meira…)

Hreinsa sand ofan af strengnum

Unnið hefur verið að því að hreinsa sand ofan af bilaða strengnum í dag. Verkið er seinlegt þar sem kafarar Landsnets eru að vinna á miklu dýpi og við mjög erfiðar aðstæður. Vonast er eftir því að geta tekið strenginn upp í Henry P Lading um helgina en viðgerðarmennirnir eru eins og áður mjög háðir […]

Þjóðhátíðarmyndband FM95BLÖ frumsýnt

FM95BLÖ frumsýndi Þjóðhátíðarmyndbandið sitt á Vísi í morgun. Í tilkynningu frá vísir.is kemur fram: „Þetta er okkar uppáhalds hátíð og til að keyra upp stemminguna ákváðum við að skella í myndband,“ segir Auðunn Blöndal einn forsprakka FM95BLÖ en Vísir frumsýnir í dag rándýrt myndband við nýjasta lag hópsins. Þetta er fjórða myndbandið sem hópurinn sendir […]

Karl leiðir meistaramót GV

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja hófst í gær. Karl Haraldsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði Meistaramótsmet Kristófers Tjörva Einarssonar og Lárusar Garðars Long er hann lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins á fyrsta degi mótsins. Kalli leiðir því mótið með 3 höggum, Andri Erlingsson er í öðru sæti á 69 höggum og […]

Heimir mætir Mexíkó í undanúrslitum

Karlalandslið Jamaíka í fótbolta sem Heim­ir Hall­gríms­son stýrir mætir Mexíkó í undanúr­slitum Gull­bik­ars­ins í Norður- og Mið-Am­er­íku í fót­bolta á morgun. Jamaíka vann Gvatemala, 1:0, í átta liða úr­slit­un­um. Það var Am­ari’i Bell, leikmaður Lut­on í ensku úr­vals­deild­inni sem skoraði sig­ur­markið.  á 51. mín­útu eft­ir send­ingu frá Dem­arai Gray, leik­manni enska liðsins Evert­on. Í nýjasta […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.