Ný eyja reis úr hafi fyrir 60 árum
14. nóvember, 2023

Guðni Einarsson – Surtseyjareldar hófust öllum að óvörum fyrir 60 árum. Skipverjar á Ísleifi II VE 63 urðu fyrstir varir við eldgosið. Þeir voru einskipa á línuveiðum á þessum slóðum snemma að morgni 14. nóvember 1963. Guðmar Tómasson skipstjóri og Árni Guðmundsson vélstjóri fóru upp á dekk um sjöleytið og fundu þá einkennilega lykt sem Árni hélt að væri slagvatnsfýla.  

Ólafur Vestmann matsveinn átti baujuvaktina. Honum fannst hreyfingar bátsins  ólíkar því sem hann átti að venjast, að því er Guðjón Ármann Eyjólfsson skrifar í Árbók Ferðafélags Íslands 2009. „Í morgunskímunni grillti Ólafur í þúst, eða að honum fannst klett upp úr sjónum, til suðausturs frá bátnum. Síðan sá hann að þetta var reykur og hélt þá að þarna væri skip að brenna.“ Vestmannaeyjaradíó var látið vita. Guðmar skipstjóri tók upp sjónaukann og sá svartar gjallsúlur stíga upp úr sjónum. Upp var komið neðansjávareldgos sem hófst á 130 metra dýpi. Sama dag fór að örla fyrir nýrri eyju.  

Eldgosið vakti mikla athygli. Strax um morguninn voru margar flugvélar komnar á vettvang. Surtseyjargosið kom Vestmannaeyjum á heimskortið svo um munaði. Eyjamenn flykktust að Hásteini, vestur á Hamar eða suður á Breiðabakka til að sjá gosið og tignarlegan gosmökkinn. Hann var ekki síður tilkomumikill um nætur þegar eldingar hlupu upp og niður skýstólpann.  

Sturla Friðriksson erfðafræðingur hóf rannsóknir í Surtsey vorið 1964 og fór um fimmtíu ferðir í eyna. Hann fjallar m.a. um undanfara gossins í bók sinni Surtsey – lífríki í mótun (Reykjavík 1994) og vekur athygli á því að enginn hafi tengt jarðskjálfta í fyrstu viku nóvember 1963 við eldgos. Þá veitti enginn hitastigshækkun sjávar suðvestur af Geirfuglaskeri sérstaka athygli. Fiskileitarskipið Þorsteinn þorskabítur sigldi þar yfir 13. nóvember 1963 og mældi 2°C hækkun á sjávarhita á litlu svæði. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur taldi að gossprunga hefði opnast á sjávarbotni um viku áður en gossins varð vart, að því er segir í Náttúruvá á Íslandi (Reykjavík 2013).  

Hefur minnkað 

Surtseyjareldar eru lengstu eldsumbrot sem orðið hafa hér frá því að land byggðist. Þeir stóðu í þrjú ár og sjö mánuði og lauk 5. júní 1967.  Alls opnuðust fimm gossprungur, þar af tvær í Surtsey. Einnig varð neðansjávareldgos um tvo kílómetra ANA af Surtsey 28. desember 1963 sem var nefnt Surtla.  Aftur varð gos um miðjan maí 1965 um 600 metra ANA af Surtsey og til varð Syrtlingur. Enn eitt gosið hófst á annan í jólum 1965 um einn kílómetra SV af Surtsey. Þar myndaðist Jólnir. Síðasttöldu eyjarnar hurfu fljótlega sjónum en þeirra sér stað á hafsbotni. 

Við goslok í Surtsey var eyjan 2,65 ferkílómetrar og heildarmagn gosefna metið vera 1,1 milljón rúmmetra. Þar af voru 70% gjóska en 30% hraun. Hafið og vindurinn hafa rofið mikið efni úr Surtsey.  Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í jarðfræðileiðangri Náttúrufræðistofnunar Íslands á liðnu sumri er flatarmál Surtseyjar nú 1,21 ferkílómetri eða 46% af upphaflegri stærð. Hægt hefur á sjávarrofinu því aldan brotnar nú mikið til á móbergi sem stenst öldurótið betur en hraunið. Mest hefur gengið á tangann sem minnkar ört.  

Surtsey var friðlýst árið 1965 og ferðir þangað takmarkaðar. Eyjan hefur reynst vera lifandi rannsóknastofa sem sýnir hvernig líf nemur land. Heimsminjaskrá UNESCO samþykkti árið 2008 að Surtsey yrði sett á heimsminjalistann. Eldfjallaeyjan hefur varpað nýju ljósi á margt sem viðkemur náttúrunni. Líffræðingar og jarðfræðingar fara reglulega til rannsókna í Surtsey til að fylgjast með þróuninni í þessari þjóðargersemi í Vestmannaeyjum.  

Mynd:Sigurgeir / Sextíu ár eru frá upphafi Surtseyjargossins. Það er lengsta eldgos á Íslandi frá því að land byggðist.  

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst