Get lært mikið af Lagerbäck

Heimir Hallgrímsson segir í samtali við sænska netmiðilinn www.fotbollskanalen.se að hann geti lært mikið af Lars Lagerbäck, sem nú er orðaður sterklega stöðu þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins, www.mbl.is. „Þetta er mikill heiður og ég trúi því að ég geti lært mikið af Lagerbäck,“ segir Heimir. (meira…)
Dýpi í Landeyjahöfn nægjanlegt fyrir Baldur

Eyjafréttir hafa undir höndum nýjustu niðurstöður dýptarmælinga sem gerðar voru í landeyjahöfn. Samkvæmt henni er minnsta dýpi í rennu hafnarinnar 4,6 metrar á litlu svæði en að jafnaði er dýpið milli 5-6 metrar. 4,6 metra dýpi er ekki nægjanlegt fyrir Herjólf en nægir fyrir Baldur, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Sæferðum, rekstraraðila Baldurs, þar sem […]
Ekkert nýtt í svörum innanríkisráðherra

Unnur Brá Konráðsdóttir beindi spurningu til innanríkisráðherra í morgun í fyrirspurnartíma á Alþingi um ferjumál á þjóðveginum til Eyja. Unnur sagði ljóst að Herjólfur væri ekki það skip sem hægt væri að nota til framtíðar. Hún spurði annarsvegar hvernig vinnu starfshóp um undirbúning nýrrar ferju miðaði og hins vegar hvaða vinna væri í gangi varðandi […]
ÍBV sækir Víking heim í bikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í 32ja liða úrslitum Eimskipsbikar karla í handbolta. ÍBV teflir fram tveimur liðum, hinu hefðbundna meistaraflokksliði og svo ÍBV 2, sem gamlar kempur skipa að mestu. ÍBV sækir Víking heim í 32ja liða úrslitunum en bæði lið leika í 1. deild. Víkingar mæta einmitt til Eyja á laugardaginn og […]
Afhverju er ekki hægt að nota þessar ferjur sem svo margir hafa bent á?

Margir hafa á seinustu dögum og vikum sent á mig upplýsingar um hinar og þessar ferjur sem verið gætu heppilegri til siglinga en Herjólfur milli lands og Eyja – í Landeyjahöfn. Þessu fólki kann ég bestu þakkir og gott að finna þann velvilja sem ábendingunum fylgir. Viljan tek ég fyrir verkið en vandinn við nánast […]
Tileinka Gunnu og Varða þátttöku í 5×5 áskoruninni

Um helgina fer fram þrekmótið 5×5 áskorunin en mótið er hluti af EAS þrekmótaröðinni og er mótið í Eyjum lokamótið. Því verða krýndir Íslandsmeistarar á glæsilegu lokahófi í Höllinni á laugardag en þetta er annað árið í röð sem síðasta mótið er haldið í Eyjum. Eyjamenn eru hvattir til að kíkja við í íþróttamiðstöðinni en […]
Herjólfur siglir samkvæmt áætlun í dag

Herjólfur mun sigla tvær ferðir samkvæmt áætlun í dag, fimmtudaginn 13. október. Seinni ferð gærdagsins var aflýst vegna veðurs og ölduhæðar. Sem fyrr verður siglt til Þorlákshafnar en Herjólfur hefur ekki getað siglt í Landeyjahöfn síðan skipið kom úr viðhaldsframkvæmdum í Danmörku í byrjun mánaðarins. (meira…)
Býður einhver betur!

Í Fréttum sem út koma í dag, er auglýst eftir starfsfólki um borð í Herjólfi, staða framkvæmdastjóra Fiskmarkaðarins er laus til umsóknar, starfsfólk vantar í verslunina Kjarval, Vestmannaeyjabæ vantar starfskraft og Vinnslustöðin auglýsir eftir vinnslustjóra fyrirtækisins og einnig vantar þar verkstjóra. Og þetta eru allt störf sem auglýst eru þessa vikuna. Það virðist samkvæmt þessu […]
Hádegisfundur Sagnheima á morgun í Safnahúsinu

Þekkingarsetur Vestmannaeyja mun í vetur halda reglulega hádegisfundi og kynna starfsemi sína. Sagnheimar ríða á vaðið og halda fyrsta fundinn föstudaginn 14. október nk. kl. 12:10 í Safnahúsinu. Nýlokið er árlegum Farskóla safnamanna sem haldinn var í Skagafirði. Þar hittust 105 starfsmenn safna af öllu landinu, báru saman bækur sínar og kynntu sér nýjungar í […]
Hvergi meiri fækkun í lögreglu

Samkvæmt fjárlögum 2012 fær embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum 164,9 milljónir króna úr ríkissjóði og hækkun milli ára skýrist af verðlagsþróun og launahækkunum. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður sagði áætluð útgjöld til löggæslu vera 105,6 milljónir en í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að embættið afli yfir 10 milljóna króna sértekna og því er framlag ríkisins til […]