Forsala á Oddgeirstónleika hefst klukkan 10 fyrir Eyjamenn

Forsala fyrir Eyjamenn, nær og fjær, á Bjartar vonir vakna, tónleika sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmælis Oddgeirs Kristjánssonar, hefst núna kl. 10.00 í dag fimmtudag. Eyjamenn geta sem sagt nýtt sér forsölu í sólarhring, því almenn forsala hefst kl. 12.00 á morgun föstudag. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera, er að […]

Boða til mótmæla í dag

Hópur Eyjamanna hefur boðað til mótmæla á Básaskersbryggjunni í dag, fimmtudag klukkan 15:00 vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í samgöngumálum Eyjanna. Herjólfur siglir nú til Þorláks­hafnar og fátt sem bendir til þess að veturinn í ár verði eitthvað betri en síðasti vetur varðandi siglingar í Landeyjahöfn. Yfir­skrift mótmælanna er „Neyðar­ástand þjóðvegarins Ísland-Vest­mannaeyjar“ en […]

Hækkun ofan á allt annað

Vegagerðin hefur tilkynnt bæjaryfir­völdum í Vestmannaeyjum að 1. nóvember næstkomandi hækki gjaldskrá Herjólfs um 15%. Bæjar­ráð leggst alfarið gegn hækkuninni og hvetur jafnframt Vegagerðina til að leggja höfuðáherslu á að sinna skyldu sinni við að tryggja viðun­andi þjónustu í siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. (meira…)

Stefna á 770 manna stúku

Á félagsfundi ÍBV-íþróttafélags í gærkvöldi, var samþykkt með 50 atkvæðum gegn 3 að ÍBV-íþróttafélag kanni hvort hægt sé að fjármagna yfirbyggða stúku við Hásteinsvöll með 770 sætum. Í tillögunni kom jafnframt fram að ef fjármögnun reynist ekki möguleg, verði farin önnur leið í að uppfylla skilyrði Leyfiskerfis KSÍ, minni stúka. (meira…)

Ný Vestmannaeyjaferja kostar um 4 milljarða króna

Hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju sem hentar Landeyjahöfn tekur um þrjú ár og kostnaður er áætlaður 4-4,5 milljarðar króna, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Eyjamenn hafa fengið nóg af samgöngutruflunum milli lands og Eyja og vilja sitja við sama borð og aðrir landsmenn. (meira…)

Neyðarástand á þjóðveginum Vestmannaeyjar – Ísland

Í ljósi ástands í samgöngumálum milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja skora hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, á stjórnvöld að grípa til tafarlausra aðgerða og bæta það ófremdarástand sem nú hefur skapast við lokun Landeyjahafnar. Landeyjahöfn er mannvirki, byggt sem hluti af þjóðvegakerfi Íslands, til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Það er með öllu óviðunandi […]

Reiknar ekki með að spila mikið fleiri landsleiki

Hermann Hreiðarsson reiknar ekki með að spila mikið fleiri landsleiki á ferlinum en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hermann var lengi frá eftir að hafa slitið hásin á hinni löppinni en hann hefur lítið getað æft fótbolta undanfarið, aðeins hjólað, synt og stundað styrktar- […]

Látum Siglingastofnun bera ábyrgðina

Sæll Elliði. Ég var að horfa á fréttir á Stöð 2 þar sem þú varst að tjá þig um Baldur og siglingar í Landeyjahöfn, ég heyrði þig ekki segja frá því að Baldur tók niðri í mynni Landeyjarhafnar laugardaginn 1. okt. í hádeginu þannig að það drapst á annari aðalvélinni, svo það er ekki mikið […]

Félagsfundur um stúkumál hjá ÍBV

Í kvöld verður félagsfundur ÍBV íþróttafélags haldinn í Týsheimilinu. Hefst fundurinn klukkan 20.00. Umræðuefnið er áhorfendastúka við Hásteinsvöll. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.