Siglir í meiri öldu­hæð en Herjólfur

„Ég var ekki um borð á sunnudag en það spáði mjög illa. Veðrið kom örlítið seinna en það átti að gera og hugsanlega hefði verið hægt að fara fyrstu ferðina. Okkar reynsla er að það sé betra að láta fólk vita í tíma um stöðuna og það geti þá gert ráðstafanir,“ sagði Siggeir Péturs­son, skipstjóri […]

Til varnar karlrembunni

Lundaballið fór fram með pompi og prakt í Höllinni á laugardags­kvöldið þar sem gestir voru um 400. Álseyingar tóku vel á móti gestum, klæddir í kjól og hvítt heils­uðu þeir fólki og voru aldeilis flott­ir þegar þeir stigu á stokk og hófu upp sína raust, rétt eins og þaul­æfður karlakór í anda Fjalla­bræðra og sneru […]

Svar við nafnlausu bréfi

Sá fáheyrði viðburður átti sér stað á fundi bæjarstjórnar síðastlinn miðvikudag að lagt var fram nafnlaust bréf. Útilokað er að svara nafnlausu bréfi nema opinberlega. Bréfið er ágætt innlegg í umræðu dagsins og mér finnst það eiga fullt erindi til bæjarbúa. Það hljómar svona. (meira…)

Einar Björn gestur á laugardagsfundi

Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari verður gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum á morgun, laugardag. Fundurinn hefst klukkan 11:00 en á fundinum mun Einar Björn kynna fyrirtæki sitt. (meira…)

�?ll bestu lögin úr sögu félagsins

Stórtónleikarnir „Hljóð í Leikhús­ið“ verða haldnir í Höllinni næstkom­andi Laugardagskvöld. Af nógu verður að taka á tónleikunum þar sem öll bestu lög úr verkum Leik­félags Vestmannaeyja verða flutt, flest af upprunalegum flytjend­um. Tónleikarnir eru burðar­ásinn í söfnun fyrir hljóð­kerfi í Bæjar­leikhúsið en hingað til hefur þurft að leigja slík kerfi og var kostnaðurinn við það […]

Verð kannski að leita á öðrum forsendum

„Vantar kærustu! Þarf að vera góð að flokka sorp. Aðbúnaður góður,“ sagði í auglýsingu sem birtist í Fréttum þann 8. september og hefur vakið mikla athygli. „Menn tóku þessu eins og þetta var sett fram. Það hefur enginn hringt sérstaklega út af auglýsingunni og það er ljóst að maður nær sér ekki í kærustu sem […]

Upptökumannvirki, lestarband og Björgvinsbeltið

Sjávarútvegssýningin fer fram í Smáranum í Kópavogi dagana 22. til 24. september. Fyrirtæki í Vest­mannaeyjum ætla að kynna starfsemi sína í sameiginlegum bás og þar af eru Vestmannaeyjahöfn, Vélaverkstæðið Þór, Björgvins­beltið og Ísfélagið. Önnur fyrir­tæki eru Skipalyftan, Eyjablikk, Godthaab í Nöf, Oceanus Gourmet ehf. og Vinnslustöðin. (meira…)

Skiptar skoðanir í bæjarstjórn um stúku

Stúkumálið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi en ljóst er að ef ekkert verður gert varðandi áhorfendastæði við Hásteinsvöll, mun karlalið ÍBV leika heimaleiki sína annarsstaðar. Meirihluti lagði fram tillögu þess efnis að bæjaryfirvöld leggi til framlög til að bæta áhorfendastæði við Hásteinsvöll til jafngildis framlags KSÍ, sem er á bilinu 10-12 milljónir. Tillagan […]

ÍBV spáð sigri í 1. deildinni í vetur

ÍBV er spáð sigri í 1. deild karla í handbolta í vetur í spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna í deildinni. ÍBV fékk 165 stig í kjörinu en Stjarnan varð í öðru sæti með 158. ÍR var svo í þriðja sæti með 138. Efsta lið 1. deildarinnar fer beinustu leið upp í úrvalsdeild á meðan […]

ÍBV ofarlega á blaði

Sóknarmaðurinn Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður HK er að öllum líkindum á förum frá félaginu en á Fótbolti.net kemur fram að hann stefni á að spila í Pepsídeildinni á næsta ári. Eyþór Helgi lék með ÍBV síðasta sumar og seinni hluta sumars 2009 en hann segist vera spenntu fyrir því að ganga í raðir Eyjaliðsins. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.