Vilja hafa þjóðveginn opinn á jólunum

Bæjarráð Vestmannaeyja óskar eindregið eftir því að þjóðvegurinn milli lands og Eyja verði opinn á jóladag, eins og aðra daga. Þjóðvegurinn, Herjólfur er að öllu jöfnu lokaður á jóladag en bæjarráð óskar eftir því að Herjólfur sigli fyrstu og seinustu ferð samkvæmt áætlun skipsins á jóladag og aðra stórhátíðardaga. Bókun ráðsins má lesa hér að […]
Fyrir Eyjamann 20. aldar dugar ekkert minna en stórafmælisveisla

Miðvikudaginn 16. nóvember verða stórtónleikar í Hörpu, helgaðir minningu Oddgeirs Kristjánssonar, tónskálds, sem hefði orðið 100 ára þann dag. Tónleikarnir verða í Eldborg, stærsta sal Hörpu, og stíga á svið landsþekktir söngvarar með 15 manna hljómsveit sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnar auk þess sem hann útsetur öll lögin sem flutt verða þetta kvöld. Tónleikarnir verða […]
Eyjamenn slegnir í rot í Garðabænum

Eyjamenn voru í tvígang slegnir í rot á gervigrasvellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan skoraði mark í upphafi beggja hálfleika, rothögg fyrir ÍBV og strákarnir hreinlega náðu sér aldrei á strik í leiknum. Eyjamenn skoruðu reynda tvö mörk og þegar upp var staðið var það mjög umdeildur vítaspyrnudómur Kristins Jakobssonar, dómara sem skildi að. Lokatölur […]
ÍBV hefur hafnað 27 milljóna aðkomu Vestmannaeyjabæjar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að viðtalið við Tryggva Má Sæmundsson, framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags í kvöldfréttum Stöðvar 2 hafi komið honum verulega á óvart. „Ég geri ráð fyrir að hann mæli fyrir hönd stjórnar í þessu máli og velti óneitanlega fyrir mér á hvaða vegferð félagið er. Í mínum huga strandar nákvæmlega ekkert á Vestmannaeyjabæ í því […]
Opna söfnunarreikning fyrir Jónba

Vinir og vandamenn Jón Björns Marteinssonar, eða Jónba eins og hann er kallaður, hafa opnað söfnunarreikning fyrir hann og eiginkonu hans, Guðbjörgu Erlu Ragnarsdóttur. Jónbi glímir við krabbamein og hefur gert það síðan 2006. Reikningurinn er: 0582-26-9906 og á kennitölunni 060784-2139. (meira…)
Landeyjahöfn kostar 1.400 milljón minna en upphaflega var gert ráð fyrir

Í fjölmiðlum seinustu daga hefur verið fullyrt að kostnaður við Landeyjahöfn hafi farið fram úr áætlun. Þessar fullyrðingar hafa byggst á svari innanríkisráðherra við fyrirspurnum á alþingi. Í svari innanríkisráðherra um framkvæmdir og kostnað við Landeyjahöfn kom m.a. fram að áætlaður stofnkostnaður við framkvæmdir til ársloka 2014 er 3.400 millj. kr. (á verðlagi hvers árs) […]
Dagur íslenskrar náttúru í Eyjum á morgun

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn um land allt á morgu, föstudag. Í Vestmannaeyjum verður Fiska- og Náttúrugripasafnið og Surtseyjarstofa opin milli 13 og 16 og frítt inn. Auk þess verður upplestur á Fiskasafninu sem hefst klukkan 12:30 en þar verða lesin valin brot úr lundaveiðimannatali Árna Árnasonar frá Grund og skrifum hans um veiðimennsku og […]
Fyrsti úrslitaleikurinn af fjórum í dag

Karlalið ÍBV í knattaspyrnu leikur í dag fyrsta úrslitaleikinn af fjórum á lokaspretti Íslandsmótsins. ÍBV er á toppi deildarinnar, stigi á undan KR sem á leik til góða gegn Keflavík á útivelli. Þessi tvö lið mætast einmitt á Hásteinsvellinum á sunnudaginn en fyrst þarf að huga að leiknum gegn Stjörnunni. Þar dugir Eyjamönnum í raun […]
Minna skip hentar Landeyjahöfn betur

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur síðustu daga leyst Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. Dæluskipið Skandia hefur á meðan legið óhreyft í höfn, þar sem ekki hefur reynst ástæða til að dýpka Landeyjahöfn meðan á siglingum Baldurs hefur staðið. Baldur er nokkuð minna skip en Herjólfur og ristir ekki jafn djúpt. (meira…)
Kostnaður við byggingu Landeyjahafnar um 1400 milljónum undir áætlun

Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær um framkvæmdir og kostnað við Landeyjahöfn kom m.a. fram að áætlaður stofnkostnaður við framkvæmdir til ársloka 2014 er 3.400 millj. kr. (á verðlagi hvers árs) og áfallinn heildarkostnaður 1. ágúst 2011 var 3.260 millj. kr. (meira…)