Fer fram í mikilli veðurblíðu

Vestmannaeyjahlaupið setur mikinn svip á bæjarlífið í Eyjum í dag. Út um allt má sjá hlaupahópinn, starfsfólk þess og áhorfendur. Veður verður varla betra til þessa hlaups, sólskin og hægur vindur og frekar svalt. Egill Egilsson var á ferðinni með myndavélina og smellti af nokkrum myndum til að fanga stemmninguna. (meira…)

42 eru að læra á gítar

Í Tónlistarskóla Vestmannaeyja stunda 190 nemendur nám á haustönn. Flestir nemendur eru að læra að gítar, eða 42 nemendur. 40 eru í píanónámi, 28 í söngnámi, 27 í málmblásturshljóðfæri og 32 á tréblásturshljóðfæri. Þá er 21 nemandi að læra á trommur. En 23 nemendur eru á biðlista eftir að komast í nám við skólann. Þetta […]

Síðasti leikurinn í dag

Kvennalið ÍBV spilar í dag sinn síðasta leik í Íslandsmótinu þegar liðið sækir bikarmeistara Vals heim á Vodafonevöllinn. ÍBV hefur þegar tryggt sér þriðja sæti deildarinnar og Valur mun enda í öðru sæti og því er einungis leikið upp á heiðurinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 13:00. (meira…)

Yfir 250 manns skráð í Vestmannaeyjahlaupið

Nú hafa um 250 manns skráð sig í Vestmannaeyjahlaupið sem fer fram klukkan 12:00 á morgun. Þátttakan hefur farið fram úr björtustu vonum skipuleggjenda, sem vonuðust eftir 100 hlaupurum. Öllu er til tjaldað í hlaupinu og verður m.a. lögleg tímataka í hlaupinu. Keppendur eru hvattir til að sækja númerin sín í kvöld í íþróttamiðstöðinni. (meira…)

Lundalistinn frumfluttur á Eyjafréttum

Undirbúningur fyrir Lundaballið 2011 er meira en í fullum gangi segja Álseyingar, sem sjá um Lundaballið í ár. Þeir eru reyndar svo frjóir að þeir eru þegar farnir að dæla út skemmtiatriðunum þótt enn sé vika í sjálft ballið. Fyrsta atriðið er frumflutt í dag, lagið Lundalistinn sem má hlusta á hér að neðan. Um […]

Fyrirtækjakeppni Golfklúbbs Vestmannaeyja frestað

Þar sem Vestmannaeyjahlaup og fyrirtækjakeppni skarast og margir hafa áhuga á að taka þátt í báðum viðburðum hefur verið ákveðið að fresta fyrirtækjakeppni golfklúbbs Vestmannaeyja þannig að mæting er kl. 13.30 og ræst út af öllum teigum kl. 14.00. (meira…)

Markvörður ÍBV valin í handboltalandsliðið

Hin unga og bráðefnilega Birna Berg Haraldsdóttir, markvörður knattspyrnuliðs ÍBV er bráðefnileg í íþróttum. Það er óhætt að fullyrða að hún er einn besti, ef ekki besti markvörður Pepsídeildar kvenna í sumar enda hefur hún varið mark ÍBV að mikilli snilld. Hún kann greinilega vel við sig með boltann í höndunum því á veturna spilar […]

Tvö aðskilin fíkninefnamál í gær

Í gærkveldi komu upp tvö fíkniefnamál hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Um var að ræða aðskilin mál þar sem fíkniefnahundurinn Luna fann á farþegum sem voru að koma með flóabátnum Baldri, sem nú siglir milli lands og Eyja í fjarveru Herjólfs. Í öðru málinu fundust 17 grömm af maríjúana og hinu um 10 grömm af amfetamíni. […]

Ofurhlaupari í Vestmannaeyjahlaupinu

Ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson tekur þátt í Vestmannaeyjahlupinu og mun hlaupa 10 km. Gunnlaugur hefur unnið mörg þrekvirkin í löngu hlaupunum. Meðal annars sigraði hann í ofurmaraþoni í Borgundarhólmi – þar sem hann hljóp 334 kílómetra á 48 tímum! (meira…)

Átta lögregluhundar á æfingu

Lögregla og Fangelsismálastofnun standa fyrir sameiginlegri æfingu með fíkniefnahunda í Vest­manna­eyjum. Sex lögreglumenn og einn fangavörður þjálfa átta hunda á æfingunni sem hófst á þriðjudag en lauk í gær, fimmtudag. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.