�?fingagjöld lægst hjá ÍBV!

Fréttir birta þarfa og góða úttekt á æfingagjöldum hjá félögum sem eiga lið í Pepsí-deildinni. Það eru þó nokkrir punktar sem að vantar inn í greinina hjá Frétta-mönnum. Fyrir það fyrsta er ekki minnst á að ÍBV-íþróttafélag greiðir allan ferðakostnað yngri flokka í Íslandsmót (reyndar greiðir aðalstjórn ferðakostnað allra flokka félagsins í Íslandsmót). Á þetta […]

Fyrirliðinn skrifaði undir fjögurra ára samning

Andri Ólafsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV skrifaði í kvöld undir nýjan fjögurra ára samning við ÍBV. Andri fór rólega af stað í sumar en hefur fundið taktinn í stöðu miðvarðar í síðustu leikjum og spilað mjög vel. Hann er einn reynslumesti leikmaður liðsins og mikilvægur hlekkur. Hann sagði í samtali við Eyjafréttir að með þessu vilji […]

�?egar rökin þrjóta er auðveldara að tækla manninn en boltann

Í morgun ræddi Heimir Karlsson í „Ísland í bítið“ við Grétar Mar Jónsson. Meiningin hefur sjáflsagt verið sú að ræða frumvarp til laga um fiskveiðar en af einhverjum sökum snérist viðtalið meira um bæjarstjórann í Vestmannaeyjum. Ef til vill er aðveldara að fordæma þann vonda kaupa en að finna rök með frumvarpinu. (meira…)

Flutti 180 þúsund farþega

Í sumar flutti Herjólfur um það bil 180 þúsund farþega um Land­eyjahöfn. Þegar tólf mánaða tímabil er skoðað, frá ágúst 2010 til júlí 2011, hefur farþegafjöldi rúmlega tvöfald­ast frá árinu 2009 þegar siglt var frá Þorlákshöfn. (meira…)

Hundrað manns búnir að skrá sig

Vestmanneyja­hlaupið fer fram á laugardag kl. 12.00. Þrjár vega­leng­d­ir eru í boði, 5, 10 og 21 kíló­metri og allir ræstir á sama tíma frá Íþrótta­mið­stöð­inni. Búist er við á annað hundrað kepp­endum en þetta er í fyrsta skipti sem svo stórt hlaup fer fram í Vestmanna­eyjum. Tímataka verður með lögmætum hætti og ef vel tekst […]

Miklu stærri umgjörð

Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður Örebro var í stuttri heimsókn í Eyjum um helgina en hann tók þátt í tveimur leikjum U-21 árs lands­liðsins gegn Noregi og Belgum í vikunni. Eiður gekk sem kunnugt er í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins í sumar eftir frábært gengi með ÍBV síðustu tvö ár. Eiður segir að honum og kærustu hans, […]

Kári Steinn mætir í Vestmannaeyjahlaup

Einn besti hlaupari sem Íslendingar hafa átt, Kári Steinn Karlsson hefur ákveðið að taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Hann ætlar að hlaupa 21 km. en hann sigraði í sömu vegalengd í Reykjavíkurmaraþoni fyrir skömmu, fór á tímanum 1:05:35. Kári Steinn mun taka þátt í Berlínarmaraþoni eftir 2 vikur þar sem hann ætlar í heilt maraþon. (meira…)

Siglt í Landeyjahöfn í vetur

„Ef upp kemur sú staða að ekki sé hægt að halda uppi siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar vegna veðurs og sjólags með við­un­andi þjónustustigi verður farið yfir í að sigla alltaf fyrstu ferð til Þor­lákshafnar og síðan tvær ferðir seinni partinn til Landeyjahafnar eða eina ferð til Þorlákshafnar ef ófært er í Landeyjahöfn,“ segir í […]

Brimnes er nýja nafnið

Eins og greint var frá á dögunum er hljómsveitin Tríkot hætt en sveitin kvaddi með árlegri spilamennsku á Þjóðhátíðinni. Ný sveit hefur verið mynduð þar sem kjarninn úr Tríkot heldur áfram en Gísli Elíasson er nýr trymbill sveitarinnar. Nafnið var opinberað í dag á nýrri facebook síðu sveitarinnar. (meira…)

5×4 áskorunin í Eyjum 15. október

5×5 áskorunin verður í Eyjum 15. október næstkomandi en mótið er hluti af EAS þrekmótaröðinni. Mótið var fyrst haldið í Eyjum í fyrra og tókst afar vel og nú á að endurtaka leikinn og gera enn betur. Skráning í mótið hefst 15. september og lýkur níu dögum fyrir mót. Heyrst hefur að nokkrir Eyjamenn ætli […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.