�?fingagjöld lægst hjá ÍBV!

Fréttir birta þarfa og góða úttekt á æfingagjöldum hjá félögum sem eiga lið í Pepsí-deildinni. Það eru þó nokkrir punktar sem að vantar inn í greinina hjá Frétta-mönnum. Fyrir það fyrsta er ekki minnst á að ÍBV-íþróttafélag greiðir allan ferðakostnað yngri flokka í Íslandsmót (reyndar greiðir aðalstjórn ferðakostnað allra flokka félagsins í Íslandsmót). Á þetta […]
Fyrirliðinn skrifaði undir fjögurra ára samning

Andri Ólafsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV skrifaði í kvöld undir nýjan fjögurra ára samning við ÍBV. Andri fór rólega af stað í sumar en hefur fundið taktinn í stöðu miðvarðar í síðustu leikjum og spilað mjög vel. Hann er einn reynslumesti leikmaður liðsins og mikilvægur hlekkur. Hann sagði í samtali við Eyjafréttir að með þessu vilji […]
�?egar rökin þrjóta er auðveldara að tækla manninn en boltann

Í morgun ræddi Heimir Karlsson í „Ísland í bítið“ við Grétar Mar Jónsson. Meiningin hefur sjáflsagt verið sú að ræða frumvarp til laga um fiskveiðar en af einhverjum sökum snérist viðtalið meira um bæjarstjórann í Vestmannaeyjum. Ef til vill er aðveldara að fordæma þann vonda kaupa en að finna rök með frumvarpinu. (meira…)
Flutti 180 þúsund farþega

Í sumar flutti Herjólfur um það bil 180 þúsund farþega um Landeyjahöfn. Þegar tólf mánaða tímabil er skoðað, frá ágúst 2010 til júlí 2011, hefur farþegafjöldi rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009 þegar siglt var frá Þorlákshöfn. (meira…)
Hundrað manns búnir að skrá sig

Vestmanneyjahlaupið fer fram á laugardag kl. 12.00. Þrjár vegalengdir eru í boði, 5, 10 og 21 kílómetri og allir ræstir á sama tíma frá Íþróttamiðstöðinni. Búist er við á annað hundrað keppendum en þetta er í fyrsta skipti sem svo stórt hlaup fer fram í Vestmannaeyjum. Tímataka verður með lögmætum hætti og ef vel tekst […]
Miklu stærri umgjörð

Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður Örebro var í stuttri heimsókn í Eyjum um helgina en hann tók þátt í tveimur leikjum U-21 árs landsliðsins gegn Noregi og Belgum í vikunni. Eiður gekk sem kunnugt er í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins í sumar eftir frábært gengi með ÍBV síðustu tvö ár. Eiður segir að honum og kærustu hans, […]
Kári Steinn mætir í Vestmannaeyjahlaup

Einn besti hlaupari sem Íslendingar hafa átt, Kári Steinn Karlsson hefur ákveðið að taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Hann ætlar að hlaupa 21 km. en hann sigraði í sömu vegalengd í Reykjavíkurmaraþoni fyrir skömmu, fór á tímanum 1:05:35. Kári Steinn mun taka þátt í Berlínarmaraþoni eftir 2 vikur þar sem hann ætlar í heilt maraþon. (meira…)
Siglt í Landeyjahöfn í vetur

„Ef upp kemur sú staða að ekki sé hægt að halda uppi siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar vegna veðurs og sjólags með viðunandi þjónustustigi verður farið yfir í að sigla alltaf fyrstu ferð til Þorlákshafnar og síðan tvær ferðir seinni partinn til Landeyjahafnar eða eina ferð til Þorlákshafnar ef ófært er í Landeyjahöfn,“ segir í […]
Brimnes er nýja nafnið

Eins og greint var frá á dögunum er hljómsveitin Tríkot hætt en sveitin kvaddi með árlegri spilamennsku á Þjóðhátíðinni. Ný sveit hefur verið mynduð þar sem kjarninn úr Tríkot heldur áfram en Gísli Elíasson er nýr trymbill sveitarinnar. Nafnið var opinberað í dag á nýrri facebook síðu sveitarinnar. (meira…)
5×4 áskorunin í Eyjum 15. október

5×5 áskorunin verður í Eyjum 15. október næstkomandi en mótið er hluti af EAS þrekmótaröðinni. Mótið var fyrst haldið í Eyjum í fyrra og tókst afar vel og nú á að endurtaka leikinn og gera enn betur. Skráning í mótið hefst 15. september og lýkur níu dögum fyrir mót. Heyrst hefur að nokkrir Eyjamenn ætli […]