Stuðningsmannaspjall á Vinaminni Kaffihúsi

Vinaminni kaffihús ætlar að taka á móti stuðningsmönnum ÍBV á fimmtudaginn kl. 20:00. Þar gefst stuðningsmönnum ÍBV gott tækifæri á að ræða boltann í sumar og brýna sverðin fyrir lokabaráttuna í Pepsí deildinni. Heimir Hallgrímsson þjálfari liðsins verður með stutta framsögu. í kjölfarið gefst tækifæri til að ræða við leikmenn og aðra stuðningsmenn um næstu […]
Getraunastarfið af stað

Þá fer hópaleikur ÍBV getrauna að hefjast á ný, keppt verður með hefðbundnu sniði og hefst leikurinn 10. september 2011 og verður opið frá 11-13 þann dag. Vonumst við til að sjá sem flesta gamla og nýja tippara taka þátt í leiknum. Hægt er að senda skráningu og tipp á 1×2@ibv.is eða einfaldlega láta sjá […]
Rólegra við Kötlu

Dregið hefur úr skjálftavirkni í kringum Kötlu í nótt. Margir smáskjálftar voru í Mýrdalsjökli í gær og hefur skjálftavirkni verið þar síðustu daga. Rólegra hefur verið yfir svæðinu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. (meira…)
Opnað fyrir sölu út september í fyrramálið

Eftir 15. september mun Breiðafjarðarferjan Baldur sigla fjórar ferðir á dag, alla daga vikunnar. Ekki hefur verið hægt að bóka í ferðir skipsins eftir 15. september, þegar sumaráætlun Herjólfs rennur út en opnað verður fyrir bókanir út september í fyrramálið. Fram að 15. september mun Baldur sigla fimm ferðir alla daga vikunnar og fækkar ferðunum […]
Allir að ganga í grunnskólann

Grunnskóli Vestmannaeyja tekur í ár í fyrsta sinn þátt í átakinu Göngum í skólann. Verkefnið er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Landlæknisembættisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Umferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Átakinu verður ýtt úr vör miðvikudaginn 7. september og lýkur svo formlega með alþjóðlegum Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. […]
50 laus pláss í Herjólfi fyrir hlaupara

Það er orðið fullt í Herjólfsferð á laugardagsmorgun kl.10:00 frá Landeyjahöfn. En við höfum tryggt okkur 50 pláss fyrir þá sem eru að koma í hlaupið. Áríðandi er að þeir sem ætla að koma í þessa ferð hafi samband sem fyrst í síma 897-1110. (meira…)
100 manns í Vestmannaeyjahlaupið

Nú hafa um 100 manns skráð sig í Vestmannaeyjahlaupið sem fer fram á laugardaginn. Á heimasíðu hlaupsins, www.vestmannaeyjahlaup.is segir að nokkrir hlaupahópar upp á landi hafi ákveðið að taka þátt í hlaupinu ef veðurspáin verði góð. Þeir ættu ekki að láta sig vanta því um kvöldið verður stórdansleikur með Ingó og Veðurguðunum í Höllinni. (meira…)
Glæsilegur árangur 3.flokks kvenna

Þriðji flokkur kvenna hjá ÍBV er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í knattspyrnu. Stelpurnar unnu sinn riðil nokkuð örugglega í sumar og léku svo í liða keppni um síðustu helgi þar sem sæti í undanúrslitum var í boði en Eyjastelpur unnu Fjarðarbyggð 7:0 og BÍ/Bolungarvík 6:2. Þar með komust þær í undanúrslit sem fara fram á […]
Ekki hægt að bóka í Baldur

Ekki er hægt að panta far með Baldri til og frá Vestmannaeyjum eftir 15. september vegna þess að vetraráætlun liggur ekki fyrir. Þrátt fyrir það hefur Eimskip hvatt fólk til að panta tímanlega þar sem flutningsgeta Baldurs er minni en Herjólfs. (meira…)
Gerðu jafntefli við Stjörnuna

2. flokkur karla hjá ÍBV lék afar mikilvægan leik í gær þegar peyjarnir tóku á móti Stjörnunni en þrjú lið berjast nú um að komast upp í A-deild næsta sumar. Fram trónir á toppi B-deildar með 35 stig en fyrir leikinn í gær var Stjarnan í öðru sæti með 34 stig og ÍBV í því […]