Herjólfdagur á morgun, laugardag

„Eimskip vill þakka viðskiptavinum Herjólfs fyrir frábært sumar og bjóða þeim um leið að fagna með okkur laugardaginn 27. ágúst,“ segir í frétt frá félaginu. Hoppukastali verður fyrir börnin SS pylsur, klakar frá Kjörís og gosdrykkir frá Ölgerðinni. „Við vonumst til þess að sem flestir viðskiptavinir okkar sjái sér fært að fagna með okkur frá […]
Spear jafnaði metin í uppbótartíma

Aaron Spear, enski framherjinn sá til þess að toppliðin tvö, KR og ÍBV skildu jöfn 2:2 með marki í uppbótartíma. KR-ingar komust tvívegis yfir en Tryggvi Guðmundsson jafnaði metin 1:1 með glæsilegasta marki sumarsins, skoti beint úr aukaspyrnu og upp í markvinkilinn. Jafntefli þýðir að enn munar tveimur stigum á liðunum tveimur en KR-ingar eiga […]
�?tilokar ekki aðkomu bæjarins

„Í þessum orðum mínum felast hugrenningar um það hvort það sé ekki æskilegt að Vestmannaeyjabær hafi einhvers konar aðkomu að mannvirkinu. Við eigum jú öll Dalinn saman,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri þegar hann var spurður um hugsanlega aðkomu bæjarins að byggingu stóra sviðsins í Herjólfsdal. (meira…)
Eyjamenn ætla að fjölmenna í Frostaskjólið

Í kvöld klukkan 18:00 verður einn mikilvægasti leikur Pepsídeildarinnar þegar ÍBV sækir KR heim í Frostaskjólið. KR-ingar eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á ÍBV sem er í öðru sæti. KR-ingar eiga auk þess leik inni á ÍBV og tvö leiki á flest önnur lið. Þeir eru því í bestu stöðunni á toppnum […]
Skemmdirnar reyndust minniháttar

Starfsmenn Sorpu í Vestmannaeyjum tilkynntu um eignaspjöll til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um klukkan 19 í gærkvöldi. Skemmdirnar reyndust minniháttar, en rúða var brotin í vinnuskúr á athafnasvæði Sorpu. (meira…)
Flora aftur í ÍBV?

Á vefnum www.sport.is segir að handknattleiksmarkvörðurinn sterki, Florentina Stanciu sé búin að semja við ÍBV um að leika með liðinu á komandi tímabili. Flora, eins og hún er kölluð, er rúmensk og kom upphaflega til landsins til að spila með ÍBV og gerði það í tvö ár áður en hún gekk í raðir Stjörnunnar. (meira…)
Denis Sytnik líklega ekki meira með í sumar

Sóknarmaðurinn Denis Sytnik mun líklega ekki spila meira með ÍBV í sumar vegna hnémeiðsla. Hann hefur ekkert getað æft með Eyjamönnum síðustu þrjár vikurnar. Þetta staðfesti þjálfari ÍBV, Heimir Hallgrímsson, í samtali við Vísi í dag. „Það er líklegt að tímabilið sé búið hjá honum. Við erum að reyna að komast til botns í þessu […]
Fjórir Eyjamenn í U-21 árs landsliðinu

Fjórir Eyjamenn eru í U-21 árs leikmannahópi sem þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson tilkynntu í dag en 23 leikmenn eru í hópnum. Eyjamennirnir eru Eiður Aron Sigurbjörnsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórarinsson og Brynjar Gauti Guðjónsson en þrír síðastnefndu leika með ÍBV en Eiður leikur með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni. (meira…)
Hljóðfæraleikur bannaður á heimavelli KR-inga

Á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags er það ítrekað að hljóðfæraleikur sé bannaður í Frostaskjólinu, heimavelli KR-inga og gildir það um alla áhorfendur á vellinum. Þessi regla hefur verið virk síðustu þrjú ár hjá KR. Eyjamenn hafa undanfarin ár teflt fram stuðsveitinni Stalla-Hú þegar mikið liggur við og spurning hvort regla KR-inga hafi á sínum tíma verið sett […]
Yfirlýsing vegna hluthafafundar í Vinnslustöðinni hf.

Ráðamenn meirihluta eignarhalds í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum (VSV) felldu í gær á aukahluthafafundi tillögu minnihlutans í eigendahópnum um að að félagið skyldi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa VSV á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Eyjum fyrir þremur árum. (meira…)