Starfsmaður löndunarþjónustu missti meðvitund um borð í Álsey VE

Um ellefuleytið í morgun fékk lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um vinnuslys um borð í uppsjávarskipinu Álsey VE. Starfsmaður löndunarþjónustu hafði misst meðvitund í lest skipsins vegna súrefnisskorts. Samstarfsmenn hans og skipverjar um borð í Álsey brugðust hins vegar skjótt við, komu til mannsins með súrefni og komst hann fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla, sjúkraflutningamenn og […]
Eru mannréttindi virt?

Í dag, klukkan 15:30 hefst fræðslu- og umræðufundur Öryrkjabandalags Íslands í Alþýðuhúsinu en yfirskrift fundarins er Fatlað fólk á tímamótum – Eru mannréttindi virt?. Um síðustu áramót var þjónusta við fatlaða færð frá ríki til sveitarfélaga og fundarröðin haldin af því tilefni. Fatlað fólk, aðstandendur, starfsfólk og stjórnendur sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og […]
Skírðir í höfuð á knattspyrnuköppunum

Fiska- og Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum hefur á síðustu dögum borist ungar, annars vegar langvíuungi og hins vegar fyrsta lundapysjan í ár. Safnið hefur tekið ungana tvo í fóstur en starfsmenn safnsins hafa gefið fuglunum nöfn. Þannig heitir langvíuunginn Eiður Aron, í höfuðið á Eiði Aroni Sigurbjörnssyni sem spilaði með ÍBV í sumar þar til hann […]
Hópferð á KR-ÍBV

Einn mikilvægasti leikur sumarsins verður næstkomandi fimmtudag þegar karlalið ÍBV sækir KR heim í vesturbæinn. KR er í efsta sæti en það kemur í ljós í kvöld hvort vesturbæingar munu hafa eins, tveggja eða fjögurra stiga forskot á ÍBV þegar liðin mætast en Eyjamenn eru í öðru sæti deildarinnar. Um er að ræða leik sem […]
Hermann rifjar upp gamla takta

Hermann Hreiðarsson rifjaði upp gamla takta í leik með Portsmouth um helgina gegn Bristol City. Hermann geystist þá upp völlinn, lék sér aðeins að varnarmönnum Bristol áður en hann skaut að marki úr þröngu færi. Hann skoraði reyndar ekki en liðsmenn fótboltaþáttarins Soccer AM á Sky tóku eftir þessu og settu í syrpu vikunnar. Hermann […]
Fyrirliðinn nokkuð sáttur eftir Keflavíkurleikinn

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV lék bæði frammi og í vörn í leiknum gegn Keflavík í gær. „Já ég er mjög ánægður með stigin og nokkuð sáttur með spilamennskuna þótt við hefðum hleypt þessu upp í smá spennu í seinni hálfleik.“ (meira…)
Eyjamenn halda áfram að þjarma að KR-ingum

Eyjamenn halda áfram að þjarma að toppliði KR-inga. Í dag lögðu leikmenn ÍBV Keflavík að velli í opnum og skemmtilegum leik á Hásteinsvelli. Aðstðæður buðu upp á góðan fótbolta og fjölmörg færi litu dagsins ljós en mörkin urðu aðeins þrjú talsins. Í annað sinn á jafn mörgum árum skora Eyjamenn sigurmark gegn Keflavík á lokaandartökunum […]
Eyjamenn taka á móti Keflvíkingum í dag

ÍBV tekur á móti Keflavík í dag klukkan 16:00 á Hásteinsvellinum. Eyjamenn eru fjórum stigum á eftir KR, sem er í efsta sæti en geta með sigri í dag, minnkað muninn tímabundið í eitt stig þar sem KR spilar ekki fyrr en á morgun, mánudag. Keflavíkingar sigla nokkuð sléttan sjó í 7. sæti með 17 […]
Stökk fyrir borð og synti í land

Ungur maður stökk fyrir borð á Herjólfi þegar skipið var að leggjast við bryggju í Eyjum fyrir Þjóðhátíð og synti í land. Á bryggjunni beið ástin í lífi mannsins, sem virðist ekki hafa ráðið við sig eftir að hafa komið auga á ungu konuna. Uppátækið var birt á vefsíðunni www.superman.is en myndbandið má sjá hér […]
Herjólfur siglir samkvæmt áætlun

Herjólfur siglir nú samkvæmt áætlun en hádegisferð skipsins var frestað þar sem ölduhæð var of mikil. Skipið sigldi til Landeyjahafnar klukkan 14:30 í dag og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00 en næsta ferð skipsins frá Eyjum er svo 17:30 og 20:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 19:00 og 22:00. (meira…)