�?rjár úr ÍBV í liði 13. umferðarinnar

Þrír leikmenn kvennaliðs ÍBV eru í liði 13. umferðarinnar sem knattspyrnuvefurinn Fótbolti.net birti í morgun. Þetta eru þær Julie Nelson, Svava Tara Ólafsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir en ÍBV vann stórsigur á Þrótti á útivelli í síðasta leik 0:5 en Kristín Erna skoraði einmitt tvö mörk í leiknum. (meira…)

Sumaráætlun Herjólfs framlengist til 4. september

Sumaráætlun Herjólfs sem gilda átti til 15. ágúst hefur verið framlengd til 4. september, eða þar til skipið fer í slipp til Danmerkur. Þá mun ms. Baldur taka við siglingum í Landeyjahöfn og er einnig fyrirhugað að hann sigli 5 ferðir á dag í Landeyjahöfn. Hinsvegar kann tímaáætlun eitthvað að raskast þar sem Baldur gengur […]

Stefán ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti tillögu framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um að ráða Stefán Sigurjónsson sem skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Alls sóttu átta aðilar um stöðuna en sex umsóknir voru gildar, tvær bárust of seint. Enginn af umsækjendunum sex sem voru með gildar umsóknir uppfylltu að öllu leyti hæfniskröfur sem óskað var eftir. Stefán hefur starfað við Tónlistarskólann […]

Kelvin kvaddi með marki

Eyjamenn unnu í kvöld afar mikilvægan sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks þegar liðin mættust á Kópavogsvellinum. Lokatölur urðu 1:2 fyrir ÍBV en staðan í hálfleik var 1:1. Kelvin Mellor spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir ÍBV en hann hefur verið í láni hjá ÍBV frá enska félaginu Crewe en hann heldur af landi brott í […]

Alpasvölungur í Ystakletti

Alpasvölungur sást í Ystakletti í Vestmannaeyjum í síðustu viku en þetta er fjórði fuglinn af þessari tegund sem finnst hér á landi. Þetta kemur fram á vefnum fuglar.is sem birtir fréttir um sjaldgæfa fugla sem heimsækja Ísland. Þar má lesa um að tígulþerna hafi sést í Flóa og rósastari í Öræfum. Þá hefur stútsgoði sést […]

Færður á sjúkrahús eftir líkamsárás

Síðasta vika var með þeim rólegri hjá lögreglunni í Vestmanneyjum. Mikill fjöldi ferðamanna var þó í Eyjum í þessari viku og ýmsar uppákomur í bænum um sl. helgi. Skemmtanahald fór þó vel fram og þurfti lögreglan í einstaka tilfellum að aðstoða fólk vegna ölvunarástands. Þá þurfti lögreglan að hafa tal að fólki vegna hávaða í […]

�?löglegir íbúar í Vestmannaeyjum �?? gerum betur

Eitt af því sem mér var innrætt í bernsku var að vera góð við dýr og aðra sem ekki höfðu eigin getu eða tungumál til að koma koma réttindum sínum á framfæri. Hún Lóa litla sem er fiðrildatík hefur verið í minni eigu á þriðja ár. Ég er hennar talsmaður og lít á það sem […]

Mæta Breiðabliki í kvöld

Karlalið ÍBV mætir Breiðabliki í kvöld klukkan 19:15 á Kópavogsvellinum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 18:00 en honum var seinkað þar sem leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í Hallarlundi en húsið opnar 18:30. Sem fyrr verður Kári Fúsa á kantinum, tilbúinn að skjótast með […]

Ingvi Hrafn á að skammast sín fyrir ummæli um Eyjamenn

Oft horfi ég á sjónvarpsstöðina ÍNN og hef gaman af. Þar eru margir áhugaverðir og skemmtilegir þættir. Gaman er að fylgjast með Hrafnaþingi að maður tali nú ekki um þegar Heimastjórnin mætir í þáttinn. Ef til vill er enn meira gaman fyrir okkur sem teljumst aðeins til hægri að hlusta heldur en gallharða vinstrimenn. Þessi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.