Komið í veg fyrir að Eyjamenn geti veitt annarsstaðar

Georg Eiður Arnarson, lundaveiðimaður skrifar harðorða grein á bloggsíðu sinni þar sem segir vísindamanninn dr. Erp Snæ Hansen vinna gegn lundaveiðimönnum í Eyjum. Georg segist hafa fengið það staðfest að Erpur reyni að hindra það að lundaveiðimenn frá Eyjum fái að veiða lunda annarsstaðar á landinu. Auk þess segir Georg að ákvörðunin um algjört lundaveiðibann […]
En fáum við þá Herjólf þegar Baldur þarf að fara slipp

Þegar Herjólfur fer í slipp í byrjun september, mun Breiðafjarðarferjan Baldur leysa hann af og halda uppi siglingum milli lands og Eyja. Margir Vestfirðingar eru hinsvegar ekki mjög ánægðir með að missa Baldur eins og sjá má á þessu greinarkorni sem birtist á vefnum bb.is. Segja þeir furðulegt að leggja eigi ferðaþjónustu á suðurfjörðum Vestfjarða […]
Fíflalús gerir íbúum lífið leitt

Fíflalús er nú áberandi í húsgörðum í Eyjum og gerir garðeigendum og íbúunum lífið leitt. Á vef Náttúrufræðistofu Íslands kemur fram að fíflalús sé nýlegur landnemi á Íslandi. Elstu sýni eru frá síðsumrinu 2007 en hún var þó farin að láta á sér bera einhverjum sumrum fyrr. (meira…)
Ekki að búa til einkaskóla

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, sagði ákvörðun um útboð á Sóla vera pólitíska ákvörðun sem tekin hafi verið í bæjarstjórn og fræðslu- og menningarráði falið að vinna að framgangi málsins. (meira…)
Hverfur lundinn?

Dr. Erpur Snær Hansen segir í viðtali Morgunblaðsins í dag að allt stefni í að lundastofninn hverfi algjörlega í Vestmannaeyjum ef þróun stofnsins haldi áfram eins og verið hefur en Erpur segir að tuttugu ár séu eftir að hlýindaskeiðinu sem nú er á Íslandi. Lundavarp hefur að miklu leyti misfarist í Eyjum undanfarin sumur en […]
Hinn grunaði áður dæmdur fyrir nauðgun

Hálfþrítugur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa nauðgað ungri konu á Þjóðhátíðarsvæðinu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina síðustu, hefur hlotið dóm fyrir að nauðga ungri stúlku á tjaldsvæði. (meira…)
Erfiður útileikur hjá ÍBV í kvöld

Kvennalið ÍBV mætir Þrótti á Valbjarnarvellinum í Laugardal í kvöld í 13. umferð Pepsídeildar kvenna. Þróttur er í mikilli fallhættu, liðið er í næst neðsta sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti og berst nú fyrir lífi sínu í efstu deild. ÍBV, sem fyrripart sumars var í toppbaráttunni, hefur fært sig aðeins neðar og er nú […]
Stórtónleikar með helstu og bestu lögum úr sögu Leikfélags Vestmannaeyja

Jórunn Lilja Jónasdóttir og Birkir Thór Högnason, í samvinnu við Leikfélag Vestmannaeyja, Höllina og Godthaab í Nöf, munu þann 24. september næstkomandi standa fyrir stórtónleikum í Höllinni. Þar munu verða flutt öll helstu og bestu lög úr sögu Leikfélags Vestmannaeyja. Margir leik- og söngvarar koma fram á tónleikunum en lagt er áherslu á að lög […]
Gunnar Heiðar keppir við Ronaldo og Nani

Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði um helgina stórglæsilegt mark gegn sínu gamla félagi Halmstad þegar lið hans Norrköping tapaði 5:4. Gunnar kom Nörrköping yfir 1:2 í byrjun seinni hálfleiks þegar hannn klippti boltann á lofti fyrir utan teig og skaut honum í fallegum boga í fjærstöngina og inn, algjörlega óverjandi. Myndband af markinu má sjá […]
Fá mál en nóg að gera hjá lögreglunni

Venju samkvæmt var vikan eftir Þjóðhátíð með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og engin alvarleg mál komu upp sem hún þurfti að sinna. Það var kannski ágætt því lögreglumenn hafa haft nóg að gera við að vinna upp þau mál sem komu upp um verslunarmannahelgina. Þá hefur verið nóg að gera í að svara […]