Leikmenn látnir blása á æfingu

ÍBV leikur á morgun gegn Fylki í Pepsídeild karla en leikurinn fer fram í Árbænum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 18:00 en hann hefur nú verið færður til 19:15 þar sem hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV fylgdist vel með sínum leikmönnum um helgina og voru […]
Næturferð Herjólfs aflýst

Mjög vel hefur gengið að flytja Þjóðhátíðargesti frá Eyjum. Í nótt, aðfaranótt miðvikudags var áætlað að sigla næturferð klukkan 2:30 en ferðin hefur verið felld niður. Miðar í þessa ferð gilda í aðrar ferðir í dag og á morgun en allir þeir sem áttu bókað fyrir bíla í þessa ferð, þurfa að endurbóka. (meira…)
Við erum slegin yfir þessu

„Við erum slegin yfir þessu; Vestmannaeyingar, þjóðhátíðanefndin, við öll yfir því að gestir okkar hafi orðið fyrir fólskulegum árásum. Þetta er áfall,“ segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum, en tilkynnt hefur verið um fimm kynferðisbrot á hátíðinni. (meira…)
Kannabisræktun stöðvuð í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á þrjár kannabisplöntun við húsleit í íbúð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Einnig var lagt hald á búnað til ræktunar. Húsráðandinn var færður til yfirheyrslu vegna málsins og viðurkenndi aðild að málinu. Talið er að fleiri tengist ræktuninni og er málið í rannsókn. (meira…)
�??Býst við að hoppa beint inn í liðið�??

„Þetta er allt klappað og klárt. Ég tek leikinn með ÍBV á miðvikudaginn og flýg út daginn eftir,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson sem hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro. Eiður er 21 árs gamall miðvörður og hefur verið einn besti leikmaður ÍBV síðustu ár en heldur nú til Svíþjóðar. (meira…)
Árni gefur út disk með sjómannalögum

Um þessar mundir er að koma út diskurinn Fullfermi af sjómannasöngvum með Árna Johnsen. Fjölmargir þjóðþekktir tónlistarmenn flytja nokkur af vinsælustu sjómannalögum þjóðarinnar með Árna, m.a. söngvararnir Kristján Jóhannsson og Ragnar Bjarnason en um er að ræða tvo geisladiska með 41 lagi. Lögin spanna áratuga tímabil en á disknum má bæði finna ný lög og […]
Frábær stemmning í Brekkusöngnum

Lögreglan í Vestmannaeyjum áætlar að um 14 þúsund manns hafi verið í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð 2011. Stormurinn sem átti að gera Þjóðhátíðargestum lífið leitt náði aldrei inn í Herjólfsdal því hátíðarsvæðið var í skjóli frá austanáttinni en um leið og komið var að hliðinu inn á svæðið, blés hressilega. Flestir eru sammála um að hápunktur […]
Vel gengur að flytja �?jóðhátíðargesti til síns heima

Allt flug Flugfélagsins Ernis er á áætlun frá Eyjum í dag og allt gengið mjög vel. Byrjað var að fljúga fólki frá Eyjum fyrir kl 8:00 í morgun og verður flogið fram á nótt. Farnar verða um 20 ferðir og um 400 manns skráðir í flug Ernis frá Eyjum. (meira…)
Sérsveitin leitaði að skotvopnum í báti

Sérsveitarmenn lögreglunnar handtóku í nótt einstakling sem talið var að hefði komið til Eyja með skotvop. Viðkomandi hafði tilkynnt að hann ætlaði að vinna sér mein en talið var að skotvopnin væru um borð í bát sem lá í Vestmannaeyjahöfn. Maðurinn reyndist vera ölvaður og engin skotvopn fundust um borð í bátnum. (meira…)
�?jóðhátíð 2011 lokið

Nú rétt í þessu voru síðustu tónarnir slegnir í Herjólfsdal og um leið lauk Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2011. Stormurinn sem átti að gera þjóðhátíðargestum lífið leitt í nótt lét ekki sjá sig þannig að líklega var besta veðrið yfir helgina einmitt í nótt. Nú undir morgun var nánast logn þegar þaulsetnustu gestir hátíðarinnar fóru að huga […]