Glæsileg flugeldasýning var toppurinn í gær

Hátíðahöldin á Þjóðhátíð gengu vel fyrir sig þrátt fyrir talsverða rigningu og vind. Þjóðhátíðargestir létu það hins vegar ekkert stoppa sig og hefur lögreglan haft það á orði að sjaldan eða aldrei hafi hátíðahöldin verið jafn tíðindalítil frá þeirra bæjardyrum séð. Eiríkur Hauksson og Dúndurfréttir hituðu þjóðhátíðargesti upp fyrir magnaða flugeldasýningu sem var hápunktur gærkvöldsins. […]

Stormur á leið til Eyja

Spáð er stormi í Vestmannaeyjum um tíma seint í kvöld og í nótt. Hefur Veðurstofan gefið út stormviðvörun fyrir suðausturströndina og syðsta hluta landsins seint í dag og fram undir morgun. (meira…)

Týndu tjaldinu og gistu í fangaklefa

Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum miðað við verslunarmannahelgi. Fjórir voru teknir með fíkniefni til einkaneyslu og einn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Þá var enginn látinn gista fangageymslur vegna afbrota. Hins vegar leituðu þrír einstaklingar á náðir lögreglu og fengu að gista í fangaklefunum því þeir fundu ekki tjaldið sitt og höfðu […]

Fyrsti dagur gekk vel

Óhætt er að segja að fyrsti dagur Þjóðhátíðarinnar hafi gengið stóráfallalaus fyrir sig en mikill fjöldi var í brekkunni á kvöldskemmtun og virti svo fyrir sér tignarlegan bálköstinn á Fjósakletti sem var tendraður upp úr miðnætti í gærkvöldi en lögregla áætlar að um 10-11 þúsund manns hafi verið í dalnum. Óskar Pétur Friðriksson myndaði það […]

Töluvert um brottfall farþega Herjólfs

Töluvert hefur verið um brottfall farþega með Herjólfi í þær ferðir sem nú þegar hafa verið farnar á Þjóðhátið. Af þeim sökum hefur verið hægt að taka farþega sem hafa verið á biðlistum með skipinu. Reikna má með að hægt verði að bæta við farþegum í allar ferðir Herjólfs um helgina. (meira…)

Guðmundur �?órarinsson framlengir um tvö ár

Selfyssingurinn sterki Guðmundur Þórarinsson skrifaði nú í dag undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. Guðmundur gekki í raðir ÍBV fyrir sumarið og hefur fengið æ stærra hlutverk með ÍBV en. Hann hefur komið við sögu í 11 leikjum liðsins í deild og fjóra í bikarkeppninni en hann á enn eftir að skora […]

�?jóðhátíðin sett í dag

Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2011 verður sett í dag klukkan 14:30 í Herjólfsdal. Setningin hefur ávallt mjög hátíðlegan blæ þar sem margir þjóðhátíðargestir mæta prúðbúnir í Herjólfsdal og fagna svo setningunni með fjölskylduveislu í hvítu tjöldunum. Þegar þetta er skrifað skín sól í heiði og vonandi skín hún sem lengst en flestar veðurspár gera ráð fyrir blautri […]

�?rebro og ÍBV hafa komist að samkomulagi um Eið

Nú bendir allt til þess að Eiður Aron Sigurbjörnsson, miðvörður ÍBV klári ekki tímabilið með félaginu. Eins og áður hefur verið greint frá hafnaði ÍBV tveimur tilboðum frá Örebro í leikmanninn en samkvæmt heimildum Eyjafrétta gerði ÍBV gagntilboð sem Svíarnir samþykktu. Enn á hins vegar eftir að semja um kaup og kjör en ekkert verður […]

Skráning hafin í Vestmannaeyjahlaupið 2011

Nú er skráning hafin í Vestmannaeyjahlaupið 2011 en hægt er að skrá sig með því að fara inn á www.vestmannaeyjahlaup.is. Hlaupið fer fram 10. september og verður ræst klukkan 12:00. Vegalengdir verða þrjár, fimm og tíu kílómetrar og svo hálft maraþon, sem er rúmlega 21 kílómetri. (meira…)

Stend með mínum verkum

Vegna mistaka við uppsetningu á vikublaðinu Fréttum féll út hluti af viðtali við höfund þjóðhátíðarlagsins í ár, Pál Óskar Hjálmtýsson. Viðtalið er nú hægt að lesa í heild sinni hér að neðan en þar er m.a. komið inn á gagnrýni á þjóðhátíðarlagið sem Páll Óskar hefur fylgst vel með, af hverju hann tók það að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.