Stend með mínum verkum

Vegna mistaka við uppsetningu á vikublaðinu Fréttum féll út hluti af viðtali við höfund þjóðhátíðarlagsins í ár, Pál Óskar Hjálmtýsson. Viðtalið er nú hægt að lesa í heild sinni hér að neðan en þar er m.a. komið inn á gagnrýni á þjóðhátíðarlagið sem Páll Óskar hefur fylgst vel með, af hverju hann tók það að […]
Villta vestrið í Vestmannaeyjum

Tjöldunin í gær í Herjólfsdal tókst vel eins og í fyrra en þá var ákveðið að skipuleggja uppákomuna og jafna þannig leikinn. Enginn fékk að velja sér stæði fyrr en 17:28 þegar starfsmenn sem hafa verið að vinna í Herjólfsdal fengu forskot á hina sem biðu prúðir. Á slaginu 17:30 hljóp hersingin svo af stað […]
Eyjamenn einfaldlega ekki nógu góðir

Eyjamenn eru ekki nógu góðir til að vinna Þór á Akureyri. Leikmenn ÍBV fengu annað tækifæri til að vinna Þórsara norðan heiða eftir að hafa tapað fyrir þeim í deildinni en liðin áttust við í undanúrslitum Valitorbikarsins í kvöld. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu 2:0 og var sigurinn verðskuldaður. Eyjamenn eru […]
�?tgáfutónleikar Dólganna í kvöld

Rokksveitin Dólgarnir munu halda útgáfutónleika á Volcano Café í kvöld klukkan 20:00. Tónleikarnir eru í tilefni þess að sveitin er að gefa út sinn fyrsta disk, sem verður seldur á staðnum. Diskurinn kostar aðeins 1.500 kr. en frítt er inn á sjálfa tónleikana. Á disknum er að finna níu frumsamin lög en strákarnir spila alvöru […]
Tífalt meira fyrir Herjólfsmiða

Dæmi eru um að farmiðar með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum næstu daga séu seldir fyrir 20.000 krónur á svörtum markaði, sem er tífalt verðmæti þeirra. Eimskip hefur aukið eftirlit í Landeyjahöfn vegna falsaðra miða sem hugsanlega eru í umferð. Um 10.000 gestir verða fluttir sjóleiðina til Vestmannaeyja á næstunni vegna þjóðhátíðar þar um helgina. […]
�?jóðhátíðarblað 2011 komið út

Þjóðhátíðarblaðið 2011 er tilbúið og komið á helstu sölustaði í Vestmannaeyjum. Blaðið er fullt af skemmtilegu efni en m.a. má finna þar viðtal Ómars Garðarssonar við hjónin Ásu og Gústa, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson skrifar skemmtilega grein, Þorsteinn Gunnarsson segir frá kynnum erlendra manna af þjóðhátíð og aldarminning Oddgeirs Kristjánssonar er í blaðinu. (meira…)
Eyjastemmning í Hallarlundi í kvöld

Eins og allir ættu að vita núna spilar ÍBV í undanúrslitum Valitor bikarkeppninnar í kvöld gegn Þór en leikurinn fer fram á Akureyri. Hægt verður að horfa á leikinn í beinni á Hallarlundi og gott betur því Sæþór Vídó og Jarl munu mæta og taka lagið. Þá verður hægt að panta sér mat frá Kára […]
Stórsigur hjá KFS á útivelli

KFS hélt voninni lifandi um að komast í úrslitakeppni 3. deildar með stórsigri á Hvíta riddaranum á útivelli í gær. Eyjamenn unnu 0:4 en staðan í hálfleik var 0:2. Mörkin gerðu þeir Friðrik Már Sigurðsson, Davíð Egilsson og Stefán Björn Hauksson en eitt marka KFS var sjálfsmark. Ekkert nema sigur kom til greina hjá Eyjamönnum […]
Naumt tap í Mosfellsbæ í gær

Stelpurnar í ÍBV töpuðu naumlega í gær fyrir Aftureldingu en leikur liðanna fór fram í Mosfellsbæ. Afturelding hefur fengið nokkra sterka leikmenn undanfarið og ljóst að liðið er mun sterkara í dag en þegar ÍBV vann Aftureldingu í voru 5:0 á Hásteinsvelli. Síðast léku liðin í bikarnum í dramatískum leik þar sem Afturelding hafði betur […]
Bikarleikurinn í beinni í Hallarlundi

Á morgun leikur karlalið ÍBV einn mikilvægasta leik sumarsins þegar þeir sækja Þór heim norður á Akureyri í undanúrslitum Valitor bikarsins. Eins og gefur að skilja þýðir það að stuðningsmenn ÍBV-liðsins eiga ekki mjög auðvelt með að fylgja sínu liði en Daddi Diskó, vert í Höllinni og Hallarlundi býður stuðningsmönnum til sín að horfa á […]