Bikarleikurinn í beinni í Hallarlundi

Á morgun leikur karlalið ÍBV einn mikilvægasta leik sumarsins þegar þeir sækja Þór heim norður á Akureyri í undanúrslitum Valitor bikarsins. Eins og gefur að skilja þýðir það að stuðningsmenn ÍBV-liðsins eiga ekki mjög auðvelt með að fylgja sínu liði en Daddi Diskó, vert í Höllinni og Hallarlundi býður stuðningsmönnum til sín að horfa á […]

Sterkur línumaður í ÍBV

Handboltaliði ÍBV hefur bæst verulega góður liðsstyrkur fyrir komandi tímabil en línumaðurinn Pétur Pálsson hefur ákveðið að spila með liðinu í vetur. Pétur hefur spilað í Danmörku undanfarið með Midtjylland en Pétur er 26 ára gamall og lék lengst af með Haukum. Hann var m.a. valinn í úrvalslið efstu deildar vorið 2010. „Ég spilaði með […]

�?lýsanleg tilfinning að vera viðstödd

Norðmenn eru smátt og smátt farnir að meðtaka þann hrylling sem átti sér stað um síðustu helgi þegar sprengja sprakk í Osló og fjöldamorðin í Útey. Þórína Baldursdóttir er stödd í fríi í Osló og segir ástandið í raun og veru ólýsanlegt. Hún fór í miðbæinn í gær þar sem fjöldi manns var samankominn og […]

Tjöldum saman á miðvikudaginn klukkan 17:30

Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að tjöldun hvítra hústjalda í Herjólfsdal verði leyfð á miðvikudaginn klukkan 17:30, hálftíma fyrr en á síðasta ári vegna undanúrslitaleiks Þórs/KA og ÍBV í Valitor bikarkeppninni. Leikurinn hefst klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. (meira…)

Mikil ásókn í aukamiða Herjólfs

Eins og greint var frá í fyrr í dag þá fékk Eimskip, rekstraraðili Herjólfs undanþágu fyrir skipið síðustu dagana fyrir þjóðhátíð og fyrstu dagana eftir hana, til að flytja fleiri farþega en leyfilegt er. Alls komast því 130 fleiri í hverja ferð en skemmst er frá því að segja að þessir aukamiðar eru að seljast […]

�?flugt eftirlit fyrir og eftir þjóðhátíð

Lögreglan í Vestmannaeyjum verður að vanda með öflugt eftirlit fyrir og um þjóðhátíð, sem felur m.a. í sér eftirlit með hugsanlegu fíkniefnamisferli, umferð og eftirliti er varðar velferð ungmenna. Lögreglan minnir einnig foreldra og forráðamenn barna á að útivistarreglurnar eru í gildi þessa helgi eins og aðra daga ársins. Þá er bent á að ungmenni […]

Eiður eftirsóttur

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum í sumar. Sænska úrvalsdeildarliðið Örebro hefur sýnt leikmanninum mikinn áhuga og hefur lagt fram tvö formleg tilboð, hið síðara nú í morgun en ÍBV hefur hafnað báðum tilboðunum þar sem þau voru of lág. Eiður var valinn í ellefu manna úrvalslið fyrri umferðar […]

Nýr leikmaður í kvennaliðið

ÍBV hefur fengið til liðs við sig miðjumanninn Melissu Carey. Melissa, sem er bandarísk/ítölsk, lék með liðið Bardolina á Ítalíu árið 2009 þegar liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. Eftir það lá leið hennar til Bandaríkjanna þar sem hún hefur leikið með liði Indiana síðan. (meira…)

Nokkur sæti laus í hópferð norður

Strákarnir í ÍBV leika einn mikilvægasta leik sumarsins næstkomandi miðvikudag þegar liðið mætir Þór á Þórsvellinum á Akureyri í undanúrslitum Valitorbikarkeppninnar. Úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli er undir en Þórsarar hafa verið á miklu skriði og unnu m.a. Víking 6:1 fyrir norðan í gær. Leikurinn verður því afar erfiður fyrir Eyjamenn sem töpuðu þar í Íslandsmótinu fyrir […]

Eimskip hefur fengið leyfi til að fjölga farþegum tímabundið

Eimskip rekstraraðili Herjólfs hefur fengið leyfi til að fjölga tímabundið farþegum um borð í Herjólfi á fimmtudegi og föstudegi fyrir Þjóðhátíð og á mánudegi og þriðjudegi eftir Þjóðhátíð. Fjölgun þessi þýðir að um 130 fleiri farþegar komast í hverja ferð. Sala á aukamiðum hefst klukkan 13.00 í dag mánudag. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.