Eimskip hefur fengið leyfi til að fjölga farþegum tímabundið

Eimskip rekstraraðili Herjólfs hefur fengið leyfi til að fjölga tímabundið farþegum um borð í Herjólfi á fimmtudegi og föstudegi fyrir Þjóðhátíð og á mánudegi og þriðjudegi eftir Þjóðhátíð. Fjölgun þessi þýðir að um 130 fleiri farþegar komast í hverja ferð. Sala á aukamiðum hefst klukkan 13.00 í dag mánudag. (meira…)
Guðbjörg í fjórða sæti yfir skattakónga 2010

Guðbjörg M. Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum er í fjórða sæti yfir þá einstaklinga sem greiddi hæstu opinberu gjöldin 2010. Alls greiddi Guðbjörg 98,2 milljónir króna í opinber gjöld en Guðbjörg var í efsta sæti fyrir árið 2009 en þá greiddi hún 343 milljónir króna. Efstur á listanum nú er Þorsteinn Hjaltested í Kópavogi en […]
Fullt út að dyrum í Stafkirkjunni

Fullt var út úr dyrum þegar fórnarlamba voðaverkanna í Noregi var minnst í messu í Stafkirkjunni í gær. Kirkjan var á sínum tíma gjöf Norðmanna til Íslendinga og var gefin í tilefni þess að þúsund ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi. Séra Kristján Björnsson þjónaði fyrir altari en meðal kirkjugesta voru norskir ferðamenn. […]
Gekkst undir aðgerð

Fimmtán ára gamall drengur, sem slasaðist þegar hann lenti með höndina í marningsvél í fiskverkuninni Godthåb í Nöf í Vestmannaeyjum í gærmorgun, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í Reykjavík í gær. Er líðan drengsins eftir atvikum að sögn læknis á Landspítala. (meira…)
Enn batnar veðurspáin fyrir �?jóðhátíðina

Veðurspá fyrir Þjóðhátíðina fer dagbatnandi. Í gær var spáin hæg vestlæg átt og að mestu skýjað, með örlítlli vætu á laugardag. Nú er veðurspáin bongóblíða með sól og hita. Allavega samkvæmt norsku stöðinni yr.no. (meira…)
Fínt veður á þjóðhátíðinni

Það er ekki amalegt veðurútlitið fyrir Þjóðhátíðina. Bæði Veðurstofa Íslands og norsk veðurstöð yr.no eru sammála um frábært veður þessa daga. Samkvæmt norsku veðurstöðinni verða mjög hægir vestlægir vindar við Vestmannaeyjar 1-4 metrar, sólarlaust á föstudag, óveruleg úrkoma á laugardag,0,5-1 mm og á sunnudag verður sól með köflum. Og allir ættu að komast heim til […]
Herjólfur siglir kl. 17.30

Herjólfur siglir á ný frá Eyjum kl. 17.30 og frá Landeyjahöfn kl. 19.00. Farþegar eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu varðandi frekari upplýsingar. (meira…)
Vinnuslys í Vestmannaeyjum

Unglingspiltur, fæddur 1996, slasaðist þegar hann lenti með hendina í marningsvél í fiskverkuninni Godthåb í Nöf í Vestmannaeyjum í morgun. Hann var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur, að sögn lögreglu. (meira…)
Ernir bæta við aukaferð í dag

Flugfélagið Ernir er ekkert að tvínóna við hlutina því félagið hefur bætt við aukaferð í dag klukkan 13:00. Herjólfur hefur ekkert getað siglt í dag vegna veðurs og ölduhæðar en vél félagsins er farin í loftið og er á leið til Eyja og áætlað að hún lendi í Eyjum um 11. (meira…)
Athugun klukkan 17:00 í dag

Ekkert hefur verið hægt að sigla upp í Landeyjahöfn í dag og er búið að aflýsa fyrstu ferðum skipsins. Ákvörðun með framhaldið verður tekin klukkan 17:00 í dag og eru farþegar beðnir um að fylgjast með tilkynningum eða hafa samand við afgreiðslu. (meira…)