Hægt að hlusta á Gufuna á netinu

Formleg útsending Gufunnar FM 104,7 hófst í morgun klukkan 8 þegar Sighvatur Jónsson, útvarpsstjóri tók fyrstu vaktina. Gufan er þjóðhátíðarútvarp Eyjamanna þar sem hitað er upp fyrir hátíðina miklu í Herjólfsdal. Eftir hádegi er það Bjarni Ólafur Guðmundsson, Daddi Diskó sem þenur flauelsraddböndin milli 13 og 17. (meira…)

Bjóða á út rekstur leikskólans Sóla

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi var samþykkt tillaga þess efnis að bjóða út rekstur á leikskólanum Sóla. Bæjarstjórn felur fræðslu- og menningarráði að annast útboðið en til að gæta sérstaklega að faglegum forsendum útboðs, beinir bæjarstjórn því til ráðsins að stofnaður verði sérstakur stýrihópur sem leiða skuli útboðið. (meira…)

Litríkir listamenn á leið til Eyja

Þeir kalla sig GRM, sem stendur að sjálfsögðu fyrir Gylfi, Rúnar og Megas. Þetta magnaða tríó kemur til Eyja í dagð og heldur tónleika í Höllinni í kvöld. Án nokkurs vafa er þetta hvalreki fyrir tónlistarunnendur. Ólíkir tónlistarmenn, ekki spurning, en allir hafa þeir notið mikilla vinsælda og eiga feiri tugi vinsælla laga, sem þeir […]

Ari klár í slaginn ef Bubbi veikist

„Fokk já!“ eru viðbrögð Ara Eldjárns, grínista, þegar Monitor spurði hvort hann væri klár í að hlaupa í skarðið fyrir Bubba Morthens ef hann skyldi veikjast fyrir upptroðslu sína á Þjóðhátíð í Eyjum. Eins og flestir kunna er grínistinn ansi fær í að herma eftir söngvaranum. „Ég myndi þá troða upp sem Bubbi eins og […]

Hvað varð um lundann? – Glöggt er gests augað

Kæru Vestmannaeyingar. Mig lang­ar að kynna mig en ég heiti Hlynur Guðlaugsson og er sonur Guðlaugs prentara, sem oft er kennd­ur við hljómsveitina Loga og Birnu Ólafsdóttur frá Hjálmholti, stund­um kennd við apótekið. Þessa setningu hef ég oft þurft að segja þegar fólk spyr mig hverra manna ég sé. Ég telst til brottfluttra Vestmannaeyinga þó […]

Markaður í Pipphúsi opnar á laugardag

Laugardaginn 23. júlí 2011 mun handverkshópurinn Vilpa opna vinnustofur sínar og markað í Pipphúsi, Norðursundi 10. Opn­unarhóf verður milli þrjú og fimm og eru allir velkomnir. Vilpa handverkshópur, sem samanstendur af sex konum, hefur sett á stofn handverkshús þar sem rekið er sameiginlegt verkstæði og vinnuaðstaða til að hanna og framleiða handverk. Samhliða vinnustofunni opnar […]

ÍBV í iðnaðarráðuneytinu

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ólst upp í Kópavoginum og býr þar nú samkvæmt þjóðskrá. Það er því ekki vitað til þess að hún hafi einhver sérstök tengsl við Vestmannaeyjar. Þegar hringt er í ráðuneytið og viðkomandi er settur á bið heyrist samt reglulega spilað stuðningsmannalag ÍBV. (meira…)

Ríflega 10.000 þúsund gestir á leið á þjóðhátíð

Tölur um fjölda benda til þess að ríflega 10.000 farþegar séu væntanlegir á þjóðhátíð með flugi og Herjólfi. Flugfélagið Ernir áætlar að fara sautján ferðir á milli Reykja­víkur og Vestmanneyja frá mið­vikudegi til föstudags. (meira…)

Allt á suðupunkti

Harkaleg átök í eigendahópi Vinnslu­stöðvarinnar, VSV birtust ljós­lega á aðalfundi félagsins á dögunum, bæði í stjórnarkjöri og af­greiðslu mála. Þar áttust annars veg­ar við heimamenn sem ráða um tveimur þriðju hluta í félaginu og hins vegar bræðurnir frá Rifi, Guð­mundur og Hjálmar Kristjánssynir. Þeir fara með um þriðjungshlut í félaginu, aðallega gegnum Stillu út­gerð ehf., […]

Eyjamenn höfnuðu tilboði �?rebro í Eið Aron

ÍBV hafnaði tilboði úrvalsdeildarliðs Örebro í Svíþjóð í varnarmanninn sterka Eiður Aron Sigurbjörnsson. Eiður sem nýlega var valinn besti varnarmaður Pepsídeildarinnar af álitsgjöfum fotbolti.net hefur spilað mjög vel síðastliðin ár og verið einn af burðarásum liðsins. Eiður var í vetur valinn í futsal landslið Íslands og U-21 hóp okkar íslendinga. Eiður sem enn er gjaldgengur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.