Hægt að hlusta á Gufuna á netinu

Formleg útsending Gufunnar FM 104,7 hófst í morgun klukkan 8 þegar Sighvatur Jónsson, útvarpsstjóri tók fyrstu vaktina. Gufan er þjóðhátíðarútvarp Eyjamanna þar sem hitað er upp fyrir hátíðina miklu í Herjólfsdal. Eftir hádegi er það Bjarni Ólafur Guðmundsson, Daddi Diskó sem þenur flauelsraddböndin milli 13 og 17. (meira…)
Bjóða á út rekstur leikskólans Sóla

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi var samþykkt tillaga þess efnis að bjóða út rekstur á leikskólanum Sóla. Bæjarstjórn felur fræðslu- og menningarráði að annast útboðið en til að gæta sérstaklega að faglegum forsendum útboðs, beinir bæjarstjórn því til ráðsins að stofnaður verði sérstakur stýrihópur sem leiða skuli útboðið. (meira…)
Litríkir listamenn á leið til Eyja

Þeir kalla sig GRM, sem stendur að sjálfsögðu fyrir Gylfi, Rúnar og Megas. Þetta magnaða tríó kemur til Eyja í dagð og heldur tónleika í Höllinni í kvöld. Án nokkurs vafa er þetta hvalreki fyrir tónlistarunnendur. Ólíkir tónlistarmenn, ekki spurning, en allir hafa þeir notið mikilla vinsælda og eiga feiri tugi vinsælla laga, sem þeir […]
Ari klár í slaginn ef Bubbi veikist

„Fokk já!“ eru viðbrögð Ara Eldjárns, grínista, þegar Monitor spurði hvort hann væri klár í að hlaupa í skarðið fyrir Bubba Morthens ef hann skyldi veikjast fyrir upptroðslu sína á Þjóðhátíð í Eyjum. Eins og flestir kunna er grínistinn ansi fær í að herma eftir söngvaranum. „Ég myndi þá troða upp sem Bubbi eins og […]
Hvað varð um lundann? – Glöggt er gests augað

Kæru Vestmannaeyingar. Mig langar að kynna mig en ég heiti Hlynur Guðlaugsson og er sonur Guðlaugs prentara, sem oft er kenndur við hljómsveitina Loga og Birnu Ólafsdóttur frá Hjálmholti, stundum kennd við apótekið. Þessa setningu hef ég oft þurft að segja þegar fólk spyr mig hverra manna ég sé. Ég telst til brottfluttra Vestmannaeyinga þó […]
Markaður í Pipphúsi opnar á laugardag

Laugardaginn 23. júlí 2011 mun handverkshópurinn Vilpa opna vinnustofur sínar og markað í Pipphúsi, Norðursundi 10. Opnunarhóf verður milli þrjú og fimm og eru allir velkomnir. Vilpa handverkshópur, sem samanstendur af sex konum, hefur sett á stofn handverkshús þar sem rekið er sameiginlegt verkstæði og vinnuaðstaða til að hanna og framleiða handverk. Samhliða vinnustofunni opnar […]
ÍBV í iðnaðarráðuneytinu

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ólst upp í Kópavoginum og býr þar nú samkvæmt þjóðskrá. Það er því ekki vitað til þess að hún hafi einhver sérstök tengsl við Vestmannaeyjar. Þegar hringt er í ráðuneytið og viðkomandi er settur á bið heyrist samt reglulega spilað stuðningsmannalag ÍBV. (meira…)
Ríflega 10.000 þúsund gestir á leið á þjóðhátíð

Tölur um fjölda benda til þess að ríflega 10.000 farþegar séu væntanlegir á þjóðhátíð með flugi og Herjólfi. Flugfélagið Ernir áætlar að fara sautján ferðir á milli Reykjavíkur og Vestmanneyja frá miðvikudegi til föstudags. (meira…)
Allt á suðupunkti

Harkaleg átök í eigendahópi Vinnslustöðvarinnar, VSV birtust ljóslega á aðalfundi félagsins á dögunum, bæði í stjórnarkjöri og afgreiðslu mála. Þar áttust annars vegar við heimamenn sem ráða um tveimur þriðju hluta í félaginu og hins vegar bræðurnir frá Rifi, Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir. Þeir fara með um þriðjungshlut í félaginu, aðallega gegnum Stillu útgerð ehf., […]
Eyjamenn höfnuðu tilboði �?rebro í Eið Aron

ÍBV hafnaði tilboði úrvalsdeildarliðs Örebro í Svíþjóð í varnarmanninn sterka Eiður Aron Sigurbjörnsson. Eiður sem nýlega var valinn besti varnarmaður Pepsídeildarinnar af álitsgjöfum fotbolti.net hefur spilað mjög vel síðastliðin ár og verið einn af burðarásum liðsins. Eiður var í vetur valinn í futsal landslið Íslands og U-21 hóp okkar íslendinga. Eiður sem enn er gjaldgengur […]