�??Tökum þetta mjög alvarlega�??

„Við tökum fréttum af þessari hátíð mjög alvarlega,“ segir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar. Að minnsta kosti þremur komum var byrluð ólyfjan á Bestu útihátíðinni á Gaddstaðaflötum við Hellu um þarsíðustu helgi. Páll segir að öflugt eftirlit verði tryggt á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. (meira…)
Agent Fresco, Lockerbie og Of Monsters and Men með tónleika í kvöld

Í kvöld klukkan 21:00 munu þrjár af efnilegustu hljómsveitum Íslands halda tónleika á Prófastinum. Þetta eru sveitirnar Agent Fresco, Lockerbie og Of Monsters and Men en tónleikarnir eru þeir fyrstu í hringferð sveitanna um landið. Miðaverð á tónleikanna er aðeins 1.000 krónur og óhætt að hvetja unnendur góðrar tónlistar að láta þessa tónleika ekki framhjá […]
�?ábyrg fréttamennska

Varaformaður knattspyrnudeildar karla hjá ÍBV, Hannes Gústafsson sagði í samtali við Eyjafréttir að öll umræða um að Garðar Gunnlaugsson sé á leið til ÍBV sé ekki rétt. „Hann er ekki á leiðinni til ÍBV eins og stendur. Við höfum hlerað stöðuna hjá honum, eins og við höfum gert við svo marga aðra og erum í […]
Garðar Gunnlaugsson á leið í ÍBV?

Fótbolti.net birti í gær frétt þess efnis að samkvæmt heimildum vefsins sé Garðar Gunnlaugsson á leið í ÍBV. Eyjamenn fengu engan framherja í stað Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í vor þegar hann ákvað að halda út í atvinnumennsku á ný en hafa leyst það ágætlega að vera hálf framherjalausir. Garðar spilaði síðast með þýska liðinu Unterhaching […]
Töpuðu í Grindavík

Eyjamenn töpuðu í dag þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsídeildarinnar þegar liðið tapaði fyrir Grindavík á útivelli 2:0. Albert Sævarsson fékk að líta rauða spjaldið eftir samstuð við sóknarmann Grindavíkur í markteig á 32. mínútu leiksins og vítaspyrna dæmd. Grindavíkingar skoruðu úr spyrnunni og bættu svo við öðrum marki undir lok leiksins. (meira…)
Jafntefli líklega sanngjörn úrslit

Það má segja að það hafi verið stál í stál þegar ÍBV og Þór/KA mættust á Hásteinsvelli í dag. Eyjastúlkur unnu 0:5 stórsigur á Akureyrarliðinu í fyrstu umferð Íslandsmótsins en leikurinn í dag var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Segja má að Eyjastúlkur hafi verið ívið sterkari í fyrri hálfleik en Akureyringar í þeim […]
Erfiður leikur gegn �?ór/KA í dag

Karla- og kvennalið ÍBV eiga bæði erfiða leiki fyrir höndum í dag. Stelpurnar taka á móti Þór/KA, sem hefur verið að sækja í sig veðrið eftir slaka byrjun. Þær töpuðu m.a. fyrir ÍBV á Akureyri í fyrstu umferðinni 0:5 og vilja sjálfsagt hefna fyrir þær ófarir. ÍBV er sem stendur í þriðja sæti með 19 […]
Vallarstjórinn sigraði

Vallarstjórinn Örlygur Helgi Grímsson sigraði með nokkrum yfirburðum í Meistarmóti GV í dag. Örlygur lék þriðja og síðast hringinn á 69 höggum en alls lék hann á 209 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Næstur varð Rúnar Þór Karlsson sem lék á 215 höggum og Hallgrímur Júlíusson varð þriðji á 218 höggum. Síðasti […]
Bryggjudagur ÍBV og Böddabita í dag

Í dag er Bryggjudagur handboltadeildar ÍBV og Böddabita í húsnæði Fiskmarkaðarins í Friðarhöfn en opið verður milli 11 og 15. Fiskmarkaður Bryggjudagsins verður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda, allt frá útvatnaðri skötu til tilbúinna rétta á grillið. Auk þess er núna í gangi dorgkeppni fyrir börn en hún hófst klukkan 10. Einnig verður sölubás á staðnum […]
�?rlygur Helgi með forystu fyrir síðasta hring

Örlygur Helgi Grímsson er með forystu í Meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja fyrir síðasta hring mótsins. Aflýsa þurfti fyrsta hringnum vegna veður og verða því aðeins leiknar 54 holur, eða þrír hringir. Örlygur hefur tveggja högga forystu á Rúnar Þór Karlsson sem var efstur eftir fyrsta hring. Örlygur lék hins vegar afar vel í gær og fór […]