Tveggja tíma seinkun á áætlun Herjólfs

Viðgerð, sem stóð yfir í nótt á stefnislokum Herjólfs er nú lokið. Skipið heldur af stað í sína fyrstu ferð núna klukkan 10:30 frá Vestmannaeyjum og 12:00 frá Landeyjahöfn. Allar ferðir skipsins í dag verða af þessum sökum tveim klukkutímum á eftir áætlun. (meira…)

Jón �?li besti þjálfarinn

Jón Ólafur Daníelsson var í dag útnefndur þjálfari 1. til 9. umferðar í Pepsídeild kvenna. Það voru sérfræðingar á vegum KSÍ sem völdu þjálfara, leikmann, stuðningsmenn, dómara og lið umferðanna. ÍBV átti einnig tvo leikmenn í liði 1. til 9. umferðar, þær Birnu Berg Haraldsdóttur, markvörð og varnarmanninn Elísu Viðarsdóttur. (meira…)

Jafnvel tafir á Herjólfi á morgun

Hugsanlega verða tafir á ferðum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfi í fyrramálið vegna viðgerða. Eru þeir sem eiga pantað far með ferjunni í fyrramálið hvattir til að fylgjast með tilkynningum í fyrramálið þar sem verið er að gera við stefnuloku Herjólfs. (meira…)

Landeyjahöfn er samgöngubót

Í grein í Morgunblaðinu í dag hafði forstjóri Björgunar uppi stór orð um Landeyjahöfn. Að hans sögn á höfnin að vera hættuleg og kostnaðarsamt að hafa hana opna að vetrarlagi. Svipuð sjónarmið heyrðust vissulega í vetur þegar aðstæður í Landeyjahöfn voru erfiðar, mikið af gosefnum úr Eyjafjallajökli hafði borist fyrir höfnina en veður voru of […]

Settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið

Japanskt og íslenskt fjármálafyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi. Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska fjármálafyrirtækinu. Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að […]

Athugasemdir vegna deiliskipulags við Löngulág

Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum vill koma á framfæri athugasemdum vegna deiliskipulags við Löngulág. Fjórar hugmyndir hafa verið kynntar bæjarbúum sem allar eru keimlíkar og því valið á milli sömu hugmyndar í fjórum mismunandi útgáfum. (meira…)

Skipulagsmál á malarvelli

Heimaey er lítil og falleg eyja, það er óumdeilt. Allar nýjar fram­kvæmdir kalla á að haft sé sem víðtækast samstarf við íbúa og hagsmunaaðila. Það gildir þó í ­þessum flokki að sitt sýnist hverjum og oft langt á milli fólks í skoðunum á nýjum framkvæmdum og því getur verið erfitt að gera öllum til hæfis. […]

Dæmin sýna að bregðast verður við strax

„Hvernig á að bjarga 300 börnum frá borði með þeim björgunarbúnaði sem er um borð í Herjólfi við þær aðstæður sem sköpuðust þegar skipið snerist um 30 gráður rétt utan við innsiglinguna í Landeyjahöfn 26. júní sl.? Talið er að snarræði skipstjórans hafi komið í veg fyrir stórslys.“ Þannig hefst bréf sem Friðrik Ásmundsson, fyrrverandi […]

Áhugi bæði í Eyjum og á fastalandinu

Í undirbúningi er Vestmannaeyja­hlaupið sem ætlunin er að verði árlegur viðburður. Í ár verður hlaupið þann 10. september nk. og verður ræst kl. 12:00. Vegalengdir verða þrjár, fimm kílómetrar, tíu kílómetrar og hálft maraþon sem er rúmlega 21 kílómetri. (meira…)

Valdimar með tónleika í kvöld

Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika á Prófastinum í kvöld klukkan 20:00. Auk Valdimars mun hljómsveitin Kiriyama famyli stíga á stokk. Lag Valdimars, Brotlentur hefur verið eitt vinsælasta lag landsins síðustu misseri en blásturshljóðfæri setja svip sinn á lög sveitarinnar. Valdimar var auk þess tilnefnd bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2011 en hér að neðan má hlusta […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.