Stelpurnar sækja Fylki heim í dag

Kvennalið ÍBV sækir Fylki heim í dag í Íslandsmótinu en leikur liðanna hefst klukkan 18:00 á Fylkisvellinum. Eyjastúlkur hafa aðeins gefið eftir í undanförnum leikjum eftir frábæra byrjun á tímabilinu en í síðustu fjórum leikjum hefur ÍBV tapað tveimur, gert eitt jafntefli en unnið einn. Síðast tapaði liðið gegn Aftureldingu í bikarnum og féll þar […]

Landeyjahöfn hugsanlega lokuð næstkomandi vetur

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um vandræði Landeyjahafnar og því velt upp að hugsanlega verði höfninni lokað næsta vetur. Blaðið fær reyndar enga staðfestingu á því, frekar en aðrir fjölmiðlar sem hafa fjallað um málið en Guðmundur Nikullásson, framkvæmdastjóri hjá Eimskips staðfestir í umfjölluninni að lokun hafnarinnar hafi verið rædd í samráðshópi um Landeyjahöfn. […]

Hópur fólks með uppsteyt um helgina

Ekki verður betur séð en að ákveðinn hópur fólks hafi séð lögreglunni fyrir verkefnum um helgina. Þannig hafði lögregla afskipti af manni sem réðist á annan með hafnarboltakylfu. Vinur árásarmannsins reyndi svo að bæta um betur gegn fórnarlambinu sem flúði. Ökumaður var svo hlaupinn uppi grunaður um ölvun við akstur en einstaklingar sem voru í […]

Herjólfsatvik til skoðunar

Rannsóknarnefnd sjóslysa skoðar atvik sem varð við Landeyjahöfn fyrir rúmri viku þegar Herjólfur snerist og stefndi að öðrum varnargarði hafnarinnar. Heimildamenn telja að legið hafi við stórslysi en um 300 farþegar voru um borð, flestir ungir fótboltastrákar. Þetta kom fram í fréttum RÚV. (meira…)

Eyjamenn sækja �?ór heim í undanúrslitum

Nú rétt í þessu var að ljúka drætti í undanúrslitum Valitor bikar karla. ÍBV var í pottinum en Eyjamenn fengu útileik gegn Þór frá Akureyri. Margir höfðu látið sig dreyma um undanúrslitaleik í Eyjum á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð en nú er ljóst að ekkert verður af því. Leikurinn verður án efa erfiður fyrir ÍBV enda […]

Saint Patricks tapaði toppslagnum

St. Patrick’s Athletic, andstæðingar ÍBV í Evrópudeild UEFA, töpuðu í annað sinn á fjórum dögum í gærkvöld en Shamrock Rovers lagði þá að velli, 1:0, í uppgjöri efstu liðanna í írsku úrvalsdeildinni. Lið St. Patrick’s hafði ekki tapað í 14 leikjum í röð áður en það mætti ÍBV á Hlíðarenda síðasta fimmtudag, en þá tapaði […]

Sigldu með farþega í nótt

Síðasta ferð Herjólfs í gær var ekki farin fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt. Fyrr um daginn var tveimur ferðum skipsins frestað þar sem aðstæður við Landeyjahöfn þóttu ekki nógu góðar. Fjöldi manns beið hins vegar eftir því að komast til síns heima eftir fjölmenna Goslokahátíð um helgina og myndaðist örtröð við afgreiðslu skipsins […]

Komnir í undanúrslit

Karlalið ÍBV er komið í undanúrslit í bikarkeppninni eftir 1:2 sigur á 1. deildarliði Fjölnis. Liðin áttust við í Grafarvoginum í kvöld en staðan í hálfleik var 0:0. Lokahluti leiksins var fjörugur, Bryan Hughes kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu á 76. mínútu en heimamenn jöfnuðu aðeins fimm mínútum síðar. Það var svo varnarmaðurinn Brynjar Gauti […]

Ferðir Herjólfs kl. 17,30 frá Eyjum og 19 frá Landeyjahöfn féllu niður

Á vef Herjólfs segir, að slæm skilyrði hafi verið til siglinga Herjólfs í Landeyjahöfn í allan dag. „Vindur hefur farið allt upp í 22 m/s í hviðum, ölduhæð allt að 2,6 m á Bakkafjöruduflum og sjólag í hafnarkjaftinum hefur verið slæmt auk þess sem Vesturfallið(sjávarstraumurinn meðfram ströndinni) er með mesta móti. Herjólfur hefur náð því […]

Mæta Fjölni á útivelli í dag

Það er óhætt að segja að það sé skammt stórra högga á milli hjá karlaliði ÍBV. Á fimmtudaginn lagði liðið Saint Patrick’s Athletic í Evrópukeppninni og í dag mun liðið leika gegn Fjölni í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Þá tekur við ferðalag til Írlands fyrir seinni leikinn gegn St. Pat’s á fimmtudaginn. Strákarnir koma svo til […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.