Níddist á telpu og myndaði athæfið

Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti. Athæfið átti sér stað síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Í fórum hans fannst fjöldi ljósmynda og hreyfimynda sem hann hafði meðal annars tekið af sér og barninu. Telpan […]

Stemming á makrílvertíðinni í Eyjum

„Veiðarnar hafa gengið vel, veiðisvæðið er 40 – 60 sjómílur sunnan og austan við Eyjar. Huginn landar á morgun eða miðvikudag og þá hefur skipið komið með um 1.600 tonn af frystum afurðum til löndunar,“ segir Páll Guðmundsson útgerðarstjóri Hugins. (meira…)

Lundinn hættir við varp í Eyjum

Allt útlit er fyrir að lundavarp hafi misfarist í Vestmannaeyjum í ár. Egg fundumst í fáum holum við talningu í Stórhöfða í dag en þetta kemur fram á vef Ríkissjónvarpsins, www.ruv.is. Vísindamenn hafa rannsakað sjófugla hringinn í kringum landið undanfarið og er ástand þeirra með því versta sem sést hefur í langan tíma. Í fyrra […]

Jónas í Hólshúsi hefur ekið stræó í 40 ár

Jónas Engilbertsson, eyjapeyi frá Hólshúsi, var fyrir skömmu heiðraður af Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra fyrir að hafa í 40 ár samfellt, ekið strætó í Reykjavík. Einnig var Jónas heiðraður af Starfsmannafélagi Reykjavíkur. Jónas er fæddur í Hólshúsi við Bárugötu og bjó þar alla sína æsku og fram á fullorðinsár, þegar hann flutti til Reykjavíkur. (meira…)

Bjartmar og Bergrisarnir á Goslokunum

Bjartmar og Bergrisarnir blása til tónleika í tilefni goslokaafmælis og verða í Höllinni næsta fimmtudagskvöld. Húsið opnar kl. 21.00 og Bjartmar og vinir hans hefja leik kl. 22.00. Allt of margir misstu af þessum mögnuðu listamönnum þegar þeir sóttu Eyjarnar heim síðast. Hljómsveitin hefur verið ein sú allra vinsælasta á landinu undanfarin misseri og átti […]

Horft til baka er Goslokalagið í ár

Eyjabandið Dans á Rósum flytur Goslokalagið í ár en lagið heitir Horft til baka. Lagið semur Eyvindur Steinarsson, gítarleikari sveitarinnar en hann, ásamt þeim Hildi Sævaldsdóttur og Þorsteini G. Þórhallssyni semja textann. Hægt er að hlusta á lagið hér á Eyjafréttum og lesa textann með því að smella á meira. (meira…)

Mótherjar Eyjamanna á toppinn

St. Patrick’s Athletic, mótherjar Eyjamanna í Evrópudeild UEFA á fimmtudaginn, komust um helgina í toppsæti írsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. St. Patrick’s vann Bray Wanderers, 1:0, á heimavelli sínum í Dublin á meðan keppinautarnir í Shamrock Rovers sóttu Sligo Rovers heim og töpuðu 2:0. (meira…)

Tour de Hvolsvöllur á laugardaginn

Hjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur verður haldin laugardaginn 9. júlí næskomandi á Hvolsvelli. Keppt verður á götuhjólum og verður hægt að velja um þrjár vegalengdir, frá Reykjavík að Hvolsvelli um Þrengslaveg, 110 km, frá Selfossi að Hvolsvelli, um 48 km og frá Hellu að Hvolsvelli, um 14 km. Keppnin er unnin í samráði við lögregluumdæmin og […]

Helgin fór vel fram

Það var í ýmsu að snúast í vikunni sem leið enda fjöldi fólks í bænum. Þrátt fyrir fólksfjölda fór allt ágætlega fram og engin teljandi vandræði sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina en eitthvað var þó um að lögreglan þurfti að hafa afskipti af fólki sökum ölvunarástands þess. (meira…)

Mjallhvít og dvergarnir sjö á Stakkó í dag

Leikhópurinn Lotta sýnir glænýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö á Stakkó í dag, mánudaginn 27. júní klukkan 18. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.