15 ára tekinn með fíkniefni

Tvö fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um helgina en lagt var hald á um sex til 8 grömm af maríjúana. Í öðru tilvikun var um að ræða karlmann á þrítugsaldri en í hinu tilvikinu var um að ræða ungan mann á sextánda ári. Báðir hafa þeir komið áður við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. […]

Björgunarmenn fluttu fólk án leyfis

Um þriggja klukkustunda seinkun varð á fyrstu ferð Herjólfs í morgun vegna bilana. Eitthvað hefur verið um að fólk hafi verið flutt með smábátum til Landeyjahafnar en ferðaþjónustufyrirtækjum er bannað að sigla um höfnina vegna laga um lögskráningu áhafna. (meira…)

Herjólfur aftur af stað

Herjólfur lagði af stað til Landeyjahafnar upp úr klukkan 11 áðan en skipið hefur legið bilað við bryggju frá því síðdegis í gær. Viðgerð fór fram í nótt en þegar leggja átti af stað aftur í morgun, kom fram ný bilun sem löguð var í morgun. Eins og komið hefur fram er áætlað að sigla […]

Allar ferðirnar farnar í einum rikk

Í fréttatilkynningu frá Eimskip kemur fram að unnið sé að viðgerð á skipinu. Sigla átti í morgun en skipið bilaði þegar halda átti úr höfn og því verða frekari seinkanir. Í tilkynningunni kemur fram að um leið og skipið kemst í gang, þá sigli skipið allar fimm ferðir dagsins í einum rikk. (meira…)

Herjólfur aftur bilaður

Herjólfur átti að fara samkvæmt áætlun klukkan hálfníu en fyrir nokkrum mínútum var farþegum tilkynnt að það yrði að minnsta kosti klukkutíma seinkun á ferðum skipsins vegna vélarbilunar. Ferjan er því enn við bryggju í Eyjum. (meira…)

Aukaferð með Herjólfi í dag

Í dag, 14. júní verður aukaferð bætt við áætlun Herjólfs en þetta er gert þar sem ferðir féllu niður í gær vegna bilunar skipsins. Skipið siglir frá Vestmannaeyjum 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:30. Viðgerð er lokið og mun skipið sigla samkvæmt áætlun í dag. (meira…)

Strandaglópar í Vestmannaeyjum

Nokkur fjöldi fólks er nú fastur í Vestmannaeyjum en Herjólfur siglir ekki fleiri ferðir í dag vegna bilunar í annarri aðalvél ferjunnar. Sigurmundur Einarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Viking Tours í Eyjum, segir margt fólkið eiga að mæta til vinnu á morgun í sinni heimabyggð. (meira…)

�?ti í Eyjum

Ég vann í fiski í Vestmannaeyjum þegar ég var strákur, fór þangað tvö sumur, það var rétt eftir gos. Þetta er reynsla sem ég hef búið að síðan – og ég er hræddur um að fjölskylda mín sé orðin mjög leið á sögum frá þessari dvöl.En ég hef eiginlega ekkert komið til Eyja síðan þá […]

Vinir Sjonna troða upp í kvöld

Súpergrúbban Vinir Sjonna, þeir Hreimur, Viggi, Gunni, Matti, Pálmi og Benni, skemmtir gestum Hallarinnar um Hvítasunnuna, nánar tiltekið hefur hún leik eftir miðnætti á Hvítasunnukvöld. Lokahóf SJÓVE verður haldið i Höllinni á Hvítasunnukvöld, þ.a. það ætti að vera orðið rúmlega ballfært þegar húsið opnar á miðnætti. Peyjarnir slógu í gegn í aðdraganda Eurovision forkeppninnar hér […]

Skin og skúrir í golfinu

Það er óhætt að segja að það skiptist á skin og skúrir í Egils Gull mótinu í golfi sem haldið er í Eyjum um helgina. Í gær rigndi svo mikið að aflýsa varð öðrum hring mótsins en í dag er algjör bongó blíða í Eyjum, sól og hitastigið fer ört hækkandi. Mótið er annað mótið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.