Sérfræðingar vs. heilbrigð skynsemi

Aðeins nokkrir dagar í að nýtt fiskveiðiár hefjist, en ég hef að undanförnu verið að velta fyrir mér þessu með blessaða sérfræðingana okkar. Ef við byrjum á veðurfræðingunum, þá er það nú einu sinni þannig að flestir þekkja það að veðurspá viku fram í tímann stenst yfirleitt ekki. Þess vegna þótti mér svolítið skondið í fyrra […]
Skólasetning grunnskólans

Skólasetning fyrir 2.–10. bekk verður haldin í íþróttahúsinu á morgun, föstudaginn 22. ágúst kl. 10:30, þar sem skólinn verður formlega settur aftur eftir sumarfrí. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu fyrir nemendur í 2.–10. bekk mánudaginn 25. ágúst kl. 8:20. Skólasetning 1. bekkjar fer fram mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í sal Hamarsskóla. (meira…)
Nýjar tengingar frá Vestmannaeyjum og Færeyjum við Rotterdam

Frá og með 1. september mun Eimskip bæta við vikulegum viðkomum í Rotterdam í Hollandi á Gulu siglingaleiðinni. Með breytingunni opnast bein tenging frá Vestmannaeyjum og Tórshavn í Færeyjum til Rotterdam, auk þess sem Reyðarfjörður tengist í gegnum umlestun í Færeyjum. Siglingatíminn til Rotterdam frá Austurlandi og Vestmannaeyjum er einungis um fjórir dagar, sem tryggir […]
Fjör að færast í björgunarstörfin

Nú er aldeilis að færast fjör í leikinn hjá pysjubjörgunarfólki. Pysjurnar, sem eru skráðar inn á lundi.is, nálgast nú 400, en í gær um svipað leiti voru þær að nálgast 300. Í facebook-færslu Pysjueftirlitsins sagði fyrir um sólarhring að af þeim nærri 300 hafa 113 verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 251 gramm, sem er […]
Ekki þurfti að grípa til skerðinga

Í nótt var tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu og var rafmagn til íbúa og atvinnulífs framleitt með varaaflsvélum. Var þetta gert í tengslum við undirbúning fyrir tengingu Landsnets á tveimur nýjum sæstrengjum við dreifikerfi HS Veitna. Að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskipta og markaðsstjóra HS Veitna gekk vel að keyra dreifikerfið á varaafli […]
Eyjarnar keyrðar á varaafli í nótt

Aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00, verður tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir jafnframt að ef að gera þurfi breytingar í tengivirkinu vegna nýs jarðstrengs milli Hellu og Rimakots og nýrra sæstrengja milli Rimakots og Vestmannaeyja. Eyjarnar verða keyrðar á varaafli á meðan, […]
Óska Kára velfarnaðar og þakka fyrir hans framlag til ÍBV

Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags sendi í kvöld frá sér stutta tilkynningu vegna máls Kára Kristjáns Kristjánssonar og félagsins. Í yfirlýsingunni segir að ÍBV-íþróttafélag harmi að viðræður við Kára Kristján hafi ekki gengið sem skyldi. „Félagið áréttar að ávallt séu tvær hliðar á öllum málum og tjáir sig ekki frekar um einstök samningsmál. Við óskum Kára velfarnaðar í […]
Sóley Óskarsdóttir: Stefnir á að komast í háskólagolf

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er […]
Persónuleg þjónusta og snyrtilegt umhverfi á tjaldsvæðinu

Tjaldsvæði Vestmannaeyja býður upp á flotta aðstöðu í og við Þórsheimilið og inni í Herjólfsdal og hefur hlotið mikið lof á meðal gesta. Á báðum stöðum stendur gestum til boða hlýleg og notaleg aðstaða með eldhúsi, borðsal, sturtum, snyrtihorni og salernum. Við heyrðum í Katrínu Harðardóttur öðrum rekstraraðila tjaldsvæðisins og spurðum hana út í reksturinn, […]
Lögregla – Hátíðin fór vel fram og allflestir til fyrirmyndar

„Lögreglan í Vestmannaeyjum var með mikinn viðbúnað yfir Þjóðhátíð og var stór aukið viðbragð. Um 30 lögreglumenn voru að störfum. Þá er rétt að taka fram að um 130 gæsluliðar voru lögreglu til aðstoða og sinntu almennri gæslu á hátíðarsvæðinu. Á hátíðarsvæðinu var einnig, að venju, sjúkraskýli þar sem læknir og hjúkrunarfæðingar stóðu vaktir, auk […]