Ungir sjálfstæðismenn á suðurlandi Vilja efla forvarnir en ekki takmarka sölu tóbaks

Félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fordæma nýja þingsályktunartillögu um að velferðarráðherra vinni 10 ára aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir þar sem sala á tóbaki verði takmörkuð við apótek. Full ástæða er til þess að efla forvarnarstarf varðandi tóbaksnotkun, en það verður ekki best gert með því að vega svo heiftarlega að frelsi einstaklinga líkt og umrædd tillaga […]
Tonny Mawejje maður leiksins í sigri �?ganda

Tonny Mawejje, leikmaður ÍBV, var maður leiksins þegar Úganda sigraði Guinea Bissau 2-0 í undankeppni Afríkumótsins í fyrradag. Úganda er í fínum málum eftir þennan sigur og töluverðar líkur eru á að liðið komist í úrslitakeppni Afríkumótsins sem fer fram í byrjun næsta árs. Tonny lék allan leikinn á miðjunni og fékk 9 í einkunn […]
Fjör í Friðarhöfn

Sjómannadagshelgin hélt áfram í dag, laugardag með Sjómannafjöri í Friðarhöfn. Þar koma Eyjamenn saman, sjómenn og landkrabbar og skemmta sér við þrautir og leiki sem tengjast sjónum með einum eða öðrum hætti. Börnin fá einnig sinn skerf og var uppákoman í friðarhöfn skemmtileg en frekar svalt var í veðri, eins og reyndar hefur verið það […]
Enn eitt markið hjá Margréti Láru

Margrét Lára Viðarsdóttir bætti við enn einu markinu í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar Íslendingaliðið Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur vann Hammarby 3:0. Margrét skoraði fyrsta markið á 59. mínútu. Sif Atladóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir voru einnig í byrjunarliði Kristianstad í leiknum. Liðinu hefur vegnað vel í vor og […]
Eyjamenn fagna með sjómönnum í dag

Í dag gleðjast Eyjamenn með sjómönnum en hátíðahöldin við Friðarhöfn hefjast klukkan 13:00. Þar verða hefðbundin atriði eins og koddaslagur, kapparóður, spretthlaup á sjónum, keppni bestu netamanna flotans. Auk þess verða óhefðbundin atriði sem enginn ætti að missa af. M.a. verður hægt að komast í stutta sjóferð með Ribsafari. Dagskrá næstu tveggja daga má sjá […]
Húsbóndinn sér um að grilla

Eyjafrettir fengu í netpósti frá einhverjum lesenda sinna, sögu af því hvernig hefðbundið grill fer fram. Samkvæmt Gallup könnun kemur það í hlut 78% karla að sjá um að grilla á heimilum landsins. Sagan segir hinsvegar að þótt könnunin segi þetta, þá sé raunveruleikinn kannski eitthvað öðruvísi. Ef til vill einhvernveginn svona: (meira…)
Hversvegna vill vinstri stjórnin rústa Vestmannaeyjar?

Að undanförnu hefur ástand mála í Vestmannaeyjum verið mjög uppá við. Atvinnuástand verið mjög gott. Fasteignaverð farið hækkandi. Íbúum hefur verið að fjölga. Menningarlífið staðið með blóma. Flottur árangur hjá íþróttafólki. Staða bæjarsjóðs mjög sterk. sem sagt flott ástand í Eyjum. Eyjamenn hafa sýnt samgöngumálum skilning og vonandi er brátt bjartara framundan í þeim málum. […]
ÍBV fékk Völsung í 16 liða úrslitum

Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslitum Valitor bikarkeppni kvenna. ÍBV kemur inn í keppnina nú ásamt hinum úrvalsdeildarliðunum en Eyjastúlkur fengu heimaleik gegn 1. deildarliði Völsungs frá Húsavík. Völsungur leikur í B-riðli 1. deildar og hefur spilað tvo leiki á útivelli, unnu Fram en töpuðu fyrir Haukum. Völsungur lagði Tindastól að velli í […]
Áhorfendastúka við Hásteinsvöll

Þeir eru fáir sem myndu mótmæla þeirri fullyrðingu að Hásteinsvöllur er einn besti knattspyrnuvöllur landsins. Völlurinn hefur verið sá besti á vorin undanfarin ár og sá völlur sem haldist hefur hvað best yfir sumarið. Stemmninginn á vellinum oft frábær og fræg íhaldssemi stuðningsmanna varðandi staðsetningu þeirra á vellinum fræg. Hólsarar eru frægir meðal knattspyrnuunnenda og […]
Flugfélagið Ernir fjölgar ferðum

1. júní síðastliðinn fjölgaði Flugfélagið Ernir ferðum sínum til Vestmannaeyja úr 14 ferðum á viku, í 17 ferðir. Þannig verða tvær ferðir þriðjudaga, miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga en þrjár mánudaga, fimmtudaga og föstudaga. Almenn ánægja hefur verið með þjónustu Flugfélagsins Ernis síðan félagið hóf áætlunarflug til Eyja og kemur þetta væntanlega ekki til með að […]