Mistur við Eyjar

Töluvert mistur er við Vestmannaeyjar. Þar er bjart og fallegt veður en sérstaklega mikið mistur er austan við eyjarnar sem gæti verið vegna eldsumbrotanna í Grímsvötnum. Í norðlægum áttum að undanförnu hefur reyndar verið töluvert mistur við eyjarnar vegna foks frá Suðurlandsundirlendinu. (meira…)
Flug fellur niður vegna eldgossins í Grímsvötnum

Ferðir Flugfélagsins Ernis til Eyja í dag, sunnudag, hafa verið felldar niður vegna eldgossins í Grímsvötnum. Einnig hafa verið felldar niður ferðir til annarra áfangastaði félagsins. Í frétt frá flugfélaginu segir, að um150 manns hafi átt bóka far með félaginu í dag. (meira…)
Eyjamenn sækja Keflvíkinga heim

ÍBV sækir Keflavík heim í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eyjamönnum hefur ekki gengið sérlega vel í Keflavík undanfarin ár. Á síðasta ári tapaði ÍBV Íslandsmeistaratitlinum í Keflavík þegar liðið steinlá 4:1. Árið á undan hafði Keflavík einnig betur 6:1 þannig að síðustu tvö […]
Vilja að gefin fyrirheit um ferðasjóð haldi

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja hvetur Alþingi og Ríkisstjórn að standa vörð um ferðasjóð íþróttafélaga þannig að 90 milljónir verði til ráðstöfunar fyrir árið 2012 eins og fyrirheit höfðu verið gefin um. Jafnframt að framlög verði hækkuð í 200 milljónir í áföngum og því markmiði náð ekki síðar en árið 2015. Þetta kemur fram í ályktun, sem […]
Anna Alexandra gesta organisti í Landakirkju

Anna Alexandra, sópransöngkona, sem eitt sinn var hér tónlistarkennari og kórstjóri Samkórsins, verður gesta organisti í Landakirkju sunnudaginn 22. maí kl. 11. Hún er að koma hingað til Eyja að heilsa uppá vini sína um helgina áður en hún heldur til starfa í Danmörku. Hún hefur nýverið lokið prófi kirkjuorganista. Kór Landakirkju syngur og sr. […]
Misvísandi fregnir

Samfélagið hér í Vestmannaeyjum er á öðrum endanum, vegna samgöngumála og skal engan undra. Miðað við þann upplýsingaskort sem Vestmannaeyingar sem og aðrir landsmenn búa við, vegna stöðu mála með siglingar í Landeyjahöfn, hlýtur það ástand að koma ykkur verulega á óvart. Misvísandi fregnir hafa verið um stöðu mála í Landeyjarhöfn m.a. varðandi dýpi, dýpkunarþörf […]
Leiga fyrir íbúð

Kaupsýslumaður utan af landi fór í viðskiptaferð til Reykjavíkur. Hann hitti þar unga og huggulega konu og fékk að njóta ásta með henni næturlangt. Umsamið verð fyrir greiðann var 30.000 kr. Daginn eftir mundi kaupsýslumaðurinn að hann var ekki með reiðufé á sér, bara greiðslukort, sem hann gat ekki notað til að borga konunni. Því […]
Nýtt deiliskipulag í Löngulág

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti fyrir skömmu að kynna skipulagskosti deiliskipulags í Löngulág, þar sem malar-knattspyrnuvöllurinn er. Var samið við ráðgjafafyrirtækið Alta um mótun skipulagsins og unnin hefur verið greiningarvinna vegna svæðisins og einnig kostamat. (meira…)
Nýr bátur í flotann

Nýlega kom til Eyja nýr skemmtibátur og sem hlotið hefur nafnið Jötunn. Báturinn er skráður sem farþegaskip og er 10 metra langur. Aðalvélar eru tvær Suzuki utanborðsvélar, samanlagt gefa þær 440 hestöfl. Báturinn er í eigu Ribsafari ehf, fyrir eiga þeir annann samskonar bát sem þeir keyptu á síðasta ári, hann heitir Ribsafari.is. (meira…)
Byggðastofnun fundar í Eyjum í næstu viku

Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn í Eyjum næsta miðvikudag, 25. maí. Verður hann í Höllinni. Auk hefðbundinnar dagskrár fundarins, verður í fyrsta sinn veitt sérstök viðurkenning, svonefndur „Landsstólpi“, sem er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar. (meira…)