Sigurjón skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur fagnar 26 ára starfsafmæli

Það á einkar vel við að birta spjall við Sigurjón Viðarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE, einmitt í dag því liðin eru nákvæmlega 26 ár frá því kappinn fór fyrst á sjó, þá tólf ára skólapjakkur. Þetta gerðist með öðrum orðum 23. júní 1997. Hann er sonur hjónanna Viðars Sigurjónssonar og Eyglóar Elíasdóttur, barnabarn Sigurjóns […]
Trípólí Arkitektar hanna svæðið við Löngulág

Umhverfis- og skipulagsráð skipaði fyrir ári síðan starfshóp um undirbúning deiliskipulags íbúðabyggðar við malarvöll og Löngulág. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúar, ásamt starfsfólki sviðsins voru í starfshópnum. Drífa Árnadóttir, borgarhönnuður hjá Alta, og Pétur Jónsson, landslagsarkitekt hjá Eflu, voru fengin til aðstoðar starfshópnum við mat á hönnunartillögum. Alls voru 11 aðilar sem […]
Bæjarstjórn í beinni

1595. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í fundarsal Ráðhúss, 22. júní 2023 og hefst hann kl. 17:00 Hægt verður að nálgast beint streymi af fundinum hér fyrir neðan: https://www.youtube.com/watch?v=_swP5cxDhU4 Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 201810114 – Umræða um heilbrigðismál 3. 202306008 – Deiliskipulag Malarvöllur og Langalág Fundargerðir til staðfestingar […]
Neistinn er kveiktur!

Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu ‘’Kveikjum neistann!’’ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem […]
Leikskólar innleiddu þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun-mál og læsi

Leikskólar í Eyjum innleiddu í vetur þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun-mál og læsi. Haldin var uppskeruhátíð til að fagna afrakstri vetrarins. Vestmannaeyjabær og Menntamálastofnun skrifuðu þann 22. ágúst sl. undir samstarfssamning um innleiðingu þróunarverkefnisins Snemmtæk íhlutun-mál og læsi. Innleiðing verkefnisins í leikskóla sveitarfélagsins stóð yfir allan sl. vetur og unnu kennarar, leiðbeinendur og stjórnendur leikskólanna ötullega að […]
Ánægja með árangurinn – 83% barna í Grunnskóla Vestmannaeyja teljast læs

Læs – Nýtt lestrarpróf við lok 2. bekkjar grunnskóla. Áskoranir og árangur, tækifæri til breytinga Nýtt lestrarpróf LÆS, sem metur hvort barn telst læst við lok 2. bekkjar grunnskóla hefur litið dagsins ljós. Að vera læs merkir að barn getur lesið aldurssvarandi texta án vandkvæða, fumlaust og af nákvæmni og skilið innihald. Prófið er þróað af þremur […]
Lísa lærir lækninn

„Hér sitjum við á einhverju kaffihúsi í pinkulitlum bæ í Norður Slóvakíu. Það hefði örugglega engum Íslendingi dottið í hug að koma hingað ef það hefði ekki verið fyrir þennan skóla“ segir Lísa Margrét Rúnarsdóttir sem leggur stund á læknisfræði við Jessenius læknadeildina í slóvakíska bænum Martin. Hún er dóttir Þórunnar Ragnars og Angantýs bæjarritara, […]
Bætt þjónusta í síma 1700 og netspjalli Heilsuveru

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ýtti í dag úr vör kynningarátaki á stóraukinni þjónustu og ráðgjöf um heilsutengd málefni í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Markmiðið með eflingu þjónustunnar er að auka þjónustu við almenning með heilbrigðistengdri ráðgjöf og vegvísun í viðeigandi þjónustu. Hjúkrunarfræðingar og annað sérþjálfað starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Læknavaktarinnar svara símtölum frá […]
Mæta spútník liðinu í dag

Það er heil umferð í Bestu deild kvenna í kvöld. Spútník lið deildarinnar, FH, fær ÍBV í heimsókn en FH hefur unnið þrjá sterka sigra í röð og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Lið FH er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en ÍBV í því níunda og næst neðsta en bæði lið hafa leikið […]
Allt um Goslokin á Eyjafréttir.is

Í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá Goslokum í Vestmannaeyjum, og vikulöng hátíðarhöld standa fyrir, hafa Eyjafréttir opnað fyrir sérstakt svæði inn á vef sínum þar sem hægt verður að fylgjast með öllu því helsta sem framundan er tengt Goslokunum. Goslokanefnd hefur gefið út dagskrá fyrir hátíðina sem haldin verður dagana […]