Dregið var í 3. umferð, 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni karla, í handknattleik í dag. Nöfn fjögurra íslenskra liða voru í pottinum og þar á meðal ÍBV. ÍBV mætir austurríska liðinu Förthof UHK Krems og er fyrri viðureignin áætluð á útivelli. Leikir 3. umferðar eða 32 liða úrslita, eiga að fara fram 25. og 26. nóvember og 2. og 3. desember.
Leikir íslensku liðina:
FH – Sezoens Achilles Bocholt (Belgíu).
Afturelding – Tatran Presov (Slóvakíu).
HC Motor (Úkraínu) – Valur.
Förthof UHK Krems (Austurríki) – ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst