ÍBV íþróttafélag og Flugfélagið Ernir semja

Í síðustu viku var undirritaður samningur milli ÍBV íþróttafélags og Flugfélagsins Ernis. Samningurinn nær til allra deilda félagsins. Með þessum samningi verður Flugfélagið Ernir einn af stærstu styrktaraðilum ÍBV íþróttafélags. Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Vestmannaeyja í ágúst í fyrra og hafa viðtökurnar verið góðar. ÍBV íþróttafélag er stærsti einstaki aðilinn í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum […]

Skorar á Eyjamenn að krefjast svara

Á morgun miðvikudag kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu, mun Róbert Marshall ásamt fleirum halda opinn fund um ýmis mál, en þar mun auðvitað hæst bera á góma sjávarútvegs- og samgöngumál, ef ég skil fundarboðið rétt. Ég hvet alla Eyjamenn til að mæta á fundinn og kalla eftir skýrum svörum um hvaða áhrif breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu munu […]

Lögregla hafði afskipti af samkomum ungmenna

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum ungmennum vegna samkomu við Hrafnakletta um liðna helgi, en það er orðin árlegur viðburður hjá þeim sem eru að ljúka grunnskóla að hittast þar eftir próf. Ástandið þar var þokkalegt en nokkur ölvun var á […]

Forsala á Eyjakvöld ÍBV hófst í dag

Laugardagskvöldið 21. maí verður haldið ÍBV-kvöld knattspyrnudeildar og stuðningsmannaklúbbs iBV á fastalandinu og sannkallað Eyjakvöld. Boðið verður upp á þriggja rétta dýrindis máltíð og munu hinir ástsælu matreiðslumenn Grímur „Kokkur“ Gíslason og hinn eini sanni Hörður Adolfsson á Skútanum sjá um töfrana í eldhúsinu ásamt matreiðslumönnum hússins. (meira…)

Bæjar- og útvarpsstjórar á vellinum

Tíðindamaður vefsins Fótbolti.net heimsótti Hásteinsvöllinn á sunnudaginn þegar Eyjamenn tóku á móti Breiðabliki. Hann athugaði stemmninguna í kringum völlinn, bæði í stúkunni og á Hólnum, og reyndar víðar. Meðal annars ræddi hann við stjórana tvo, útvarpsstjórann Pál Magnússon og bæjarstjórann Elliða Vignisson. (meira…)

14 taka þátt í Sumarstúlkukeppninni 2011

Sumarstúlkukeppnin 2011 verður haldin 28. maí næstkomandi í Höllinni. Alls taka fjórtán Eyja­stúlkur þátt í keppninni í ár, allar fæddar 1993 en Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir er sem fyrr fram­kvæmdastjóri keppninnar sem nú er haldin í 24. sinn. Stúlkurnar fjórtán má sjá á myndinni hér að ofan en sérstök kynning á þeim verður í næsta tölublaði […]

�?tgerðarmenn með áhyggjur af framkomu LÍ�?

Eygló Harðadóttir, Framsóknarflokki, segir það sitt mat eftir samtöl við útgerðarmenn í sínu kjördæmi að margir þeirra séu lítt hrifnir af með hvaða hætti Landssamband íslenskra útvegsmanna fer fyrir skjöldu varðandi nýtt kvótafrumvarp. (meira…)

Minntust björgunar 1954

Vorið 1954 bjargaði togarinn Hull City átta manns af Vestmannaeyjabátnum Glað VE 270 sem hafði sokkið fyrir sólarhring í slæmu veðri. Skipsbrotsmennirnir eru allir látnir en hópur ættingja fór nýlega til Grimsby til að hitta James Findlater, sem er 82 ára og var í áhöfn togarans, sá eini sem lifir. Voru honum færðar þakkir og […]

Eigum að sigra alla heimaleikina

Miðvarðapar ÍBV, þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Rasmus Christiansen hafa varla stigið feilspor í upphafi móts. Þeir virðast ná mjög vel saman, bæta hvorn annan upp þannig að varnarleikur ÍBV er enn sterkari en áður. Eiður segir að úrslitin í dag hafi verið vonbrigði þótt hann geti vel sætt sig við jafntefli miðað við hvernig […]

Stig er stig

Þriðja leikinn í röð í Íslandsmótinu skilja ÍBV og Breiðablik jöfn með markatölunni 1-1. Báðar viðureignir síðasta sumars enduðu þannig að liðin héldu uppteknum hætti í dag þegar þau mættust á Hásteinsvelli. Gestirnir úr Kópavoginum voru sterkari í fyrri hálfleik og komust yfir en Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metin fyrir ÍBV í þeim síðari. Þórarinn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.