Eyjamenn taka á móti Íslandsmeisturunum í dag

Í dag klukkan 16:00 tekur ÍBV á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í fyrsta leik 4. umferðar Pepsídeildar karla. Eyjamenn hafa unnið tvo af þremur leikjum sínum, báða með marki í uppbótartíma á meðan Breiðablik tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum en vann svo Grindavík í síðasta leik. Þessi tvö lið börðust einmitt um Íslandsmeistaratitilinn síðasta […]
Sumaráætlun Herjólfs tekur gildi í dag

Nú virðist staðan í Landeyjahöfn vera að færast í eðlilegt horf því í dag mun Herjólfur sigla samkvæmt sumaráætlun en ekki samkvæmt sjávarföllum eins og undanfarið hefur verið gert, með til heyrandi óþægindum fyrir farþega skipsins. Samkvæmt sumaráætluninni, sem má sjá hér að neðan, mun Herjólfur sigla fjórar ferðir fram og til baka á mánudögum, […]
Vignir og Guðbjörg valin best

Nú í kvöld fór fram árlegt vetrarlokahóf ÍBV-íþróttafélags en þar fagna m.a. handboltafólk félagsins árangri vetrarins. Hápunktur kvöldsins er einmitt verðlaunaafhending fyrir veturinn en þau Vignir Stefánsson og Guðbjörg Guðmannsdóttir voru valin best hjá karla- og kvennaliði ÍBV og kemur valið ekki á óvart enda stóðu þau sig mjög vel í vetur. Þá fengu þau […]
Magnaður sigur hjá stelpunum í fyrsta leik

Eyjastúlkur byrjuðu í dag Íslandsmótið á hreint mögnuðum sigri en ÍBV burstaði Þór/KA 0:5 og það á Akureyri. Þór/KA var fyrir tímabilið spáð afar góðu gengi en þessi góða byrjun sýnir að ÍBV ætlar sér stóra hluti í sumar. Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV skoraði fyrsta markið, sem var jafnframt fyrsta mark Íslandsmótsins í kvennaflokki en […]
�?órhildur �?lafsdóttir með opnunarmarkið í kvennaboltanum

Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV í Pepsídeild kvenna skoraði fyrsta mark sumarsins nú fyrir rétt um hálftíma síðan. ÍBV sækir Þór/KA heim norður á Akureyri en Þórhildur var ekki lengi að koma ÍBV yfir því hún skoraði strax á 3. mínútu leiksins. Í dag fer fram 1. umferð deildarinnar og því er mark Þórhildar opnunarmark Íslandsmótsins. […]
Herjólfur fer aukaferðir á morgun

Herjólfur mun sigla aukaferð frá Vestmannaeyjum klukkan 9 og til baka frá Landeyjahöfn klukkan 10:30. Einnig verður farin aukaferð klukkan 19:30 frá Vestmannaeyjum og frá Landeyjahöfn klukkan 20:45. Að sögn Eimskips tekur áður auglýst sumaráætlun Herjólfs gildi á sunnudag. Siglt verður fjórum til fimm sinnum á dag á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. (meira…)
Síðasta ferðin frestast vegna vélarviðgerðar

Síðasta ferð Herjólfs frá Landeyjahöfn í dag, föstudaginn 13. maí verður frestað um rúma klukkustund vegna vélarviðgerðar á Herjólfi. Upphaflega átti skipið að halda úr höfn klukkan 17:15 en ferðin verður þess í stað farin 18:30. (meira…)
�?órarinn Ingi og Eiður Aron í 40 manna hópi U21-árs liðsins

Eyjapeyjarnir Þórarinn Ingi Valdimarsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru báðir í leikmannahópi íslenska U-21 árs landsliðsins. Alls voru 40 leikmenn valdir í hópinn sem tilkynntur hefur verið til UEFA fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku í sumar. Úr þessum hópi verða svo 23 leikmenn valdir til að fara fyrir Íslands hönd í keppnina. (meira…)
Hvað ertu með neðan mittis?

Ung og falleg kona sem var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða. Að sjálfsögðu barnið mitt sagði klerkurinn, hvað get ég gert fyrir þig? Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að […]
Hrein og falleg Heimaey.

Hin árlegi Hreinsunardagur á Heimaey verður haldinn á morgun, laugardaginn 14. maí. Eins og fyrri ár hafa fjölmörg félagasamtök og einstaklingar tilkynnt þátttöku í Hreinsunardeginum. Þessi skemmtilega hefð lifir með þátttöku þinni og að sama skapi leggst hún af fólk mætir ekki. (meira…)