Hroki og sjálfumgleði þessa fyrrverandi ritstjóra er með eindæmum

Einn mesti hrokagikkur landsins Jóna Kristjánson fyrrverandi ritstjóri DV ræðir um meinta heimsku Vestmannaeyinga á síðu sinni. Ég sá þessi skrif hans á eyjar.net. Satt best að segja varð ég undrandi og hneykslaður á að sjá slík skrif um núverandi og fyrrverandi íbúa Vestmannaeyja. (meira…)

Kiwanismenn selja K-lykilinn á föstudag og laugardag

Kiwanislykillinn, lykill að lífi verður seldur í Eyjum á föstudag og laugardag. Kiwanismenn munu vera fyrir fram an helstu verslanir bæjarins og bjóða lykilinn til sölu á 1500 krónur. Að þessu sinni er K-lykillinn alvöru lykill, af ASSA gerð og gengur að öllum venjulegum Assa skrám. (meira…)

Rólegt þrátt fyrir fjölda gesta

Vikan var með rólegra móti þrátt fyrir mikinn fjölda fólks í bænum í tengslum blakmót sem hér var haldið. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og engin teljandi vardræði sem hlutust af gestum skemmtistaða. Reyndar þurfti lögreglan eitthvað að aðstoða fólk sem átti í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar sökum ölvunar. (meira…)

Dagsektir skila engu

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um að leggja dagsektir á Sorporkustöð Vestmannaeyja getur þýtt að bærinn verði að hætta við að kaupa nýja sorpbrennslustöð, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Umhverfisstofnun ákvað í gær að leggja 50 þúsund króna dagsektir á Sorporkustöð Vestmannaeyja vegna mengunar frá stöðinni. Unnið hefur verið að úrbótum en það ekki skilað tilætluðum árangri. Elliði Vignisson […]

Hádegisferð Herjólfs fellur niður vegna sjólags

Vegna sjólags falla ferðir Herjólfs klukkan 11:30 frá Vestmannaeyjum og 13:00 frá Landeyjahöfn niður. Kvöldferðirnar klukkan 21:00 og 22:15 verða farnar samkvæmt áætlun segir í fréttatilkynningu frá Eimskip. (meira…)

Fer hinn hringinn heim ef þetta tekst ekki

Sighvatur er hér á 77. degi að reyna að drífa sig eins og hann getur að ósum Amazon. Hann nær hér mögnuðu myndskeiði af íbúum árbakka Amazon þar sem sést hvernig þeir festa árabátana sína utan á skipin sem sigla framhjá til að geta selt farþegum vörur. Stefnan er síðan sett á Ríó þar sem […]

Herjólfur siglir áfram í Landeyjahöfn

Herjólfur mun áfram sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fram til fimmtudagsins 12. maí. Þá verður ástand mála endurmetið eins og segir í tilkynningu frá Eimskip. Siglt verður áfram eftir flóðatöflu en áætlunina fram á fimmtudag má sjá hér að neðan. (meira…)

Kemst Sighvatur á leiðarenda á 80 dögum?

Nú er Sighvatur Bjarnason á lokametrunum í ferð sinni umhverfis heiminn á 80 dögum. Ferðina hóf hann í Höfðaborg í Suður-Afríku en ætlar að enda hana í Ríó de Janeiro á austurströnd Brasilíu. Nú er hann hins vegar strandaglópur í Belém, við ósa Amazon og spurning hvort hann náði að ljúka ferðinni innan tímarammans sem […]

Kristján Tómasson sýndi mestu framfarir í Keflavík

Á dögunum hélt körfuboltalið Keflavíkur sitt lokahóf. Eyjapeyinn Kristján Tómasson gekk í raðir Keflvíkinga fyrir veturinn eftir að hafa leikið í yngri flokkum og meistaraflokki ÍBV en óhætt er að segja að Kristján hafi slegið í gegn í Keflavík. Hann fékk verðlaun á lokahófinu fyrir mestu framfarir, sem voru ein af þremur verðlaunum sem voru […]

�?etta er ekkert mál – kaupið bara kafbát

Vandræðin í kringum Landeyjahöfn í vetur eru Eyjamönnum, og reyndar landsmönnum öllum vel kunnug. Málefnið virðist hafa ratað út fyrir landsteinana því rússneskur hugmyndasmiður að nafni Viktor Huliganov sendi ritstjórn Eyjafrétta bréf þar sem hann kemur með bestu lausnina fyrir Landeyjahöfn, að eigin mati. Það er að kaupa rör, staðsetja það í hafnarmynninu, kaupa líka […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.