Rauðátuverkefnið – Fékk 20 milljóna styrk

„Það er mikil viðurkenning fyrir Þekkingarsetrið og Vestmannaeyjar í heild að fá 20 milljóna króna styrk til rauðátuverkefnisins frá Rannís og Tækniþróunarsjóði. Á vormisseri bárust sjóðnum 422 umsóknir og ákvað stjórnin að ganga til samninga um 84 verkefni á árinu fyrir ríflega 1.4 milljarða króna. Glæsilegt að vera í þeim pakka. Stuðningur sjóðsins til verkefnanna […]

Erum að kroppa ágætlega á Víkinni

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í Þorlákshöfn sl. laugardag. Aflinn var mest þorskur og ýsa en einnig var dálítið af ufsa og löngu. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að aflast hafi jafnt og vel í veiðiferðinni. „Við vorum að veiðum á Péturey og Vík, tókum eitt hol á Höfða og […]

Ný sorpílát kosta á sextándu milljón

Kubbur Sorp

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í vikunni sem leið meðal efnis var breyting á fyrirkomulagi sorphirðu. Fram kom að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leitaði eftir tilboðum í tvískipt sorpílát vegna breytinga á sorphirðu. Alls bárust 2 tilboð. Íslenska gámafélagið 15.624.000 kr. Terra 20.568.624 kr. Í niðurstöðu sinni samþykkyi ráðið að taka tilboði Íslenska gámafélagsins og fól […]

Kári Kristján framlengir

Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn um eitt tímabil við handknattleiksdeild ÍBV. „Kára þarf vart að kynna stuðningsmönnum ÍBV enda fyrirliði liðsins og núverandi Íslandsmeistari með meiru. Það er okkur mikil ánægja að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs” segir í færslu á síðu ÍBV. (meira…)

TM mótið – Breiðablik sigurvegari

Það var lið Breiðabliks sem tryggði sér TM móts bikarinn eftir sigur á liði Selfoss í úrslitaleik á Hásteinsvelli á sjálfan Þjóðhátiðardaginn 17. júní. Það var allt í járnum lengi framan af og liðin skiptust á að sækja en það var Yasmin Ísold Rósa Rodrigues sem braut ísinn í síðari hálfleik og skoraði með glæsilegu […]

Ungt tónlistarfólk í fremstu röð heimsótti Eyjar

Hin virta YCO, Youth Chamber Orchestra, strengjasveit ungmenna frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum hélt glæsilega tónleika í Eldheimum í gær. Á efnisskránni voru þættir úr strengjakvartettum, píanótríóum og kvintettum eftir Beethoven, Brams, Grieg, Mendelsohn og Schubert. Einnig var leikið verkið “Islands” en Snorri Sigfús Birgisson samdi verkið fyrir YCO og tileinkaði það stjórnanda hljómsveitarinnar Aaron Picht. Verkið […]

17. júní á Stakkagerðistúni

Þjóðhátíðardeginum er fagnað í dag í Vestmannaeyjum líkt og um land allt, en í dag marka 79 ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi á Þingvöllum 1944. Bæjarbúar og gestir létu sig ekki vanta þó sólin hafi gert það. Skrúðganga var gengin í fylgd lögreglu frá Íþróttamiðstöðinni niður á Stakkó. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiddu gönguna […]

Sumarfundur forsætisráðherra í Eyjum

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. – 26. júní nk. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur fundarins. Ísland er gestgjafi sumarfundarins í ár vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Eitt af þemum fundarins að þessu sinni er viðnámsþróttur samfélaga og var fundarstaðurinn valinn af því tilefni en í ár eru 50 ár liðin […]

Minnisvarðinn lætur bíða eftir sér

Í febrúar á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin að veita 2 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Gerður var samningur við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í september sl., viljayfirlýsingu um samvinnu við gerð minnisvarða í tilefni 50 ára […]

Viðgerðarstrengur á leiðinni

Pramminn, Henry P Lading, sem notaður verður við viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3, er lagður af stað til Íslands. Hann mun koma við í Hollandi þar sem viðgerðarstrengurinn verður lagður um borð. Reiknað er með því að viðgerð ljúki í kringum 13. júlí. Þetta segir á Facebook síðu Landsnets, þar sem fram kemur að viðgerðin á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.