Nýjasta þáttaröðin af hinum vinsælu þáttum Billions er hafin í Sjónvarpi Símans Premium. Meðal þeirra sem fara með aðalhlutverk í þáttunum eru þeir Damian Lewis sem leikur Bobby Axelrod og Paul Giamatti sem leikur Chuck Rhoades. Ástæðan fyrir því að Eyjafréttir láta sig þennan þátt varða er sú staðreynd að Vestmannaeyjar ber á góma í nýjasta þættinum sem er sá sjötti í sjöundu þáttaröðinni. Upphafsatriði þáttarins fer fram á Vestmannaeyjaflugvelli þar sem áðurnefndir aðilar eiga leynilegan fund um miðja nótt undir norðurljósabjarma. Ekki þykir ástæða til að fara nánar yfir efni þáttarins hér en svo virðis sem flugbrautin undir Sæfelli sé eini öguggi fundarstaðurinn fyrir alþjóðlegan glæpamann og ríkissaksóknara Bandaríkjanna.
Ein aðdáendasíða þáttanna hafði þetta að segja um atriðið. “Í einni bestu upphafssenu í Billions til þessa hittast þeir Robert og Charles, eins og þeir kalla hvor annan, á flugvelli í Vestmannaeyjum á Íslandi og gefa tóninn fyrir þáttinn.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst