Dagana 2.-5. nóvember næstkomandi verður blásið til hinnar árlegu Safnahelgi í söfnum Vestmannaeyja. Meðal viðburða má nefna að á fimmtudeginum er ætlunin að fremja einstakan listagjörning þar sem Ingvar Björn og félagar baða Heimaklett í óvæntu og nýju ljósi.
Á föstudeginum verður tónlistardagskrá í Eldheimum í fyrsta lagi til minningar um Stellu Hauks sem hefði orðið sjötug nú í nóvember og í öðru lagi til minnast Surtseyjargossins fyrir réttum sextíu árum.
Lögin hennar Stellu og vinsælustu lögin frá 1963 og 4 verða leikin og sungin. Flytjendur: Andrea Gylfadóttir og Bíóbandið ásamt gestasöngvurum.
Helgin hefst síðan á því að í Safnahúsinu er opnuð skemmtileg sýning á verkum Gísla J. Ástþórssonar og um kvöldið munu rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Auður Jónsdóttir kynna nýjar bækur sínar í Eldheimum.
Safnahelginni lýkur með Sögu og súpu í Sagnheimum á sunnudeginum þar sem Guðrún Erlingsdóttir fær til sín góða gesti í tilefni af 50 ára Goslokum.
Mynd: Guðrún fær til sín góða gesti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst