Dýpkun Landeyjahafnar gengur vel

Unnið hefur verið að dýpkun Landeyjahafnar alla helgina. Eru aðstæður til þess afar góðar þessa stundina, að sögn Stefáns Stefánssonar hjá Íslenska gámafélaginu, sem gerir dýpkunarskipið Skandia út. (meira…)
Glitnir í mál við Guðbjörgu og vill rifta sölu bréfa

Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn Guðbjörgu Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum og krefst riftunar á hlutabréfakaupum sem gerð voru þremur dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis. Í september 2007 keypti Glitnir nærri 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 milljarða króna af Guðbjörgu Matthíasdóttir og fleiri fjárfestum og seldi bréfin síðan áfram til annarra. Hluti af […]
Vilja bara kippa undan grunni sjávarútvegs og ESB

„Þverrandi lífsorka núverandi ríkisstjórnar fer nú öll í að viðhalda sjálfri sér. Á meðan flæðir undan fylgi hennar bæði hjá þingi og þjóð. Traust þjóðarinnar á forsætisráðherra og formanni Samfylkingarinnar var hrunið áður en hún gerðist ber að því að brjóta jafnréttislög – og ábyrgðinni á því reynir hún síðan að koma yfir á aðra […]
Sjöund rifjar upp gamla takta í Hallarlundi

Hljómsveitin Sjöund verður í Hallarlundi um helgina en þá verður skemmtistaðurinn opnaður formlega. Sjöund spilaði síðast í Eyjum fyrir um tuttugu árum og ætlar að standa fyrir rólegri pöbbastemmningu á föstudagskvöldinu og svo verður alvöru ball á laugardagskvöldinu. (meira…)
Hemmi barði af sér fimm landsliðsfélaga

Það þarf greinilega meira en fimm fílhrausta karlmenn til að yfirbuga landsliðsfyrirliðann Hermann Hreiðarsson. Hermann var í viðtali hjá Arnari Björnssyni á Kýpur þegar að skyndilega koma fimm félagar hans úr landsliðinu og ætla greinilega að reyna að henda honum út í sundlaug. (meira…)
Tanndráttur þeirra fátæku

Þegar menn búa við þær aðstæður að tannlæknir er ekki til staðar, eru góð ráð dýr, og sjálfsagt líka sársaukafull eins og myndbandið sem hér fylgir sýnir. En aðferðin er einföld og ódýr og það er kannski málið, – eða hvað? (meira…)
Sighvatur kaupir mótorhjól og ætlar að keyra til Nepal

Sighvatur Bjarnason heldur áfram ferð sinni umhverfis jörðina á 80 dögum til styrktar Umhyggju. Sighvatur finnur sér vélhjól í Delhí og keyrir yfir til Katmandu í Nepal. Hann lendir í vandræðum með að komast út úr Delhí en þar kemur snjallsíminn hans til bjargar. Sighvatur er einnig hæstánægður með nýja hjólið enda sannkallaður kostagripur á […]
Endurbygging skipalyftunnar tefst hugsanlega um 3-4 vikur

Þil sem rammar inn stæði skipalyftunnar, sem senn á að endurbyggja, gaf sig í vikunni þegar dæluskipið Skandia var við dýpkunarframkvæmdir. Allt bendir til þess að dýpkað hafi verið of mikið þannig að þilið gaf sig. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að þrátt fyrir það, tefjist endurbygging skipalyftunnar í mesta lagi […]
Ernir fljúga fjórum sinnum í dag

Flugfélagið Ernir hefur bætt við fjórðu ferðinni milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í dag en farið verður frá Reykjavík klukkan 14:30 og frá Vestmannaeyjum klukkan 15:15. Aðeins eru örfá sæti laus en í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir aukaflug á morgun, laugardag, þá sé sömu sögu að segja þann daginn, aðeins örfá sæti […]
Verða af 1200 milljónum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2011. Samtals er makrílkvótinn 154.825 tonn og vekur athygli að fimmtungur kvótans fer til frystitogara og með því gengið fram hjá útgerðum sem hafa lagt grunninn að makrílveiðum Íslendinga á undanförnum árum. Kemur þetta illa niður á Vestmannaeyjum og er þessi ákvörðun […]